Vegna fjölda skráninga verður landsfundur Flokks fólksins haldinn í salnum Háteigur á 4. hæð Grand Hótel Reykjavík, að Sigtúni 28 í 105 Reykjavík, næstkomandi laugardag, 22. febrúar. Aðeins fullgildir félagsmenn Flokks fólksins eiga þátttökurétt. Skráning vegna framboða til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn, ásamt skráningu til þátttöku á fundinum, lauk kl. 13:00 þann 15. febrúar 2025.
DAGSKRÁ LANDSFUNDAR
9:00 – Skráning og afhending fundargagna
10:00 – Formaður setur fundinn, stutt ávarp
10:10 – Kosning fundastjóra og fundarritara
10:15 – Kosning þriggja manna kjörnefndar
10:20 – Breytingar á samþykktum
11:30 – Skýrsla stjórnar lögð fram
12:00 – HÁDEGISMATUR
13:30 – Reikningar síðasta almanaksárs lagðir fram og skýrsla um rekstur yfirstandandi árs
14:00 – Landsfundarræða formanns
14:45 – Skýrsla málefnanefnda og drög að ályktunum
16:15 – Kosning meðstjórnenda, varamanna og endurskoðenda, kynning framboða.
16:45 – Kosningar
17:30 – Kosning formanns og varaformanns
— Stjórnin
www.flokkurfolksins.is
Sími: 831-6200
Tölvupóstur: flokkurfolksins@flokkurfolksins.is
SPURT OG SVARAÐ
- Hvar verður landsfundur haldinn?
Landsfundurinn verður haldinn í salnum Háteigur á 4. hæð Grand Hótel Reykjavík, að Sigtúni 28 í 105 Reykjavík. - Hvenær verður landsfundur haldinn?
Laugardaginn 22. febrúar 2025. Skráning hefst kl. 9:00 og fundurinn hefst kl. 10:00. - Hvenær lýkur landsfundinum?
Samkvæmt dagskránni gæti fundurinn staðið fram yfir kl. 17:30, eftir að kosningu formanns og varaformanns lýkur. - Get ég ennþá skráð mig?
Nei, skráningu lauk kl. 13:00 þann 15. febrúar 2025 og því er ekki lengur hægt að skrá sig til þátttöku. - Get ég samt mætt án þess að hafa skráð mig fyrir 15. febrúar?
Nei, því miður lauk skráningu þann 15. febrúar. Einungis þeir sem skráðu sig fyrir þann tíma geta setið landsfundinn. - Hvað þarf ég að hafa með mér á landsfundinn?
Mikilvægt er að hafa gild persónuskilríki til að geta fengið fundargögn afhent og kosið í kosningum. - Hverjir hafa rétt til að taka þátt í landsfundinum?
Aðeins fullgildir félagsmenn Flokks fólksins sem hafa greitt félagsgjald sitt og skráð sig fyrir 15. Febrúar kl. 13:00. - Þarf ég að borga sérstakt landsfundargjald?
Nei, þú þarft ekki að borga sérstakt landsfundargjald. Það eina sem skiptir máli er að hafa greitt félagsgjaldið síðustu 12 mánuði (eða nýlega, ef þú ert nýr félagi). - Verður matur á staðnum?
Já, það verður hádegishlaðborð og síðdegishressing. - Hvar get ég lagt bílnum?
Það er bílastæði beint fyrir framan inngang Grand Hótel Reykjavík. Ef öll stæði eru upptekin, er einnig bílakjallari í boði. - Verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu eða í beinni útsendingu?
Á þessari stundu er ekki gert ráð fyrir streymi eða beinni útsendingu. Allir fullgildir félagar þurfa að mæta á staðinn til að taka þátt og kjósa. - Hvað gerist ef ég kemst ekki eftir að hafa skráð mig?
Mælt er með að tilkynna forföll sem fyrst til skrifstofu flokksins svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.