Lífeyrissjóðurinn er launþegans

Þings­álykt­un sem við í Flokki fólks­ins höf­um ný­verið mælt fyr­ir á þingi er að Alþingi álykti að fela fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að leggja fram laga­frum­varp sem hafi að mark­miði að tryggja full­kom­inn eign­ar- og ráðstöf­un­ar­rétt fólks á líf­eyr­is­rétt­ind­um sín­um, þ.m.t erfðarétt­indi.

Í fyrsta lagi sé það tryggt að fólk geti valið á milli þess að greiða skyldu­bund­inn líf­eyr­is­sparnað í sjóð sem veit­ir hlut­falls­lega rétt­inda­ávinnslu eða að greiða inn á sér­greind­an reikn­ing þar sem hægt er að velja hvernig líf­eyr­ir er ávaxtaður.

Í öðru lagi vilj­um við að líf­eyr­is­rétt­indi gangi að erfðum til lögerf­ingja að fullu þegar líf­eyr­isþeg­inn fell­ur frá. Erf­ingj­ar geti valið hvort líf­eyr­ir verði greidd­ur út til þeirra beint eða hvort rétt­ind­in flytj­ist til þeirra inn­an kerf­is­ins.

Þegar upp­bygg­ing líf­eyri­s­kerf­is­ins hófst um 1969 var meg­in­mark­miðið sparnaður fyr­ir launþeg­ann sem hann skyldi njóta góðs af á síðari hluta æv­inn­ar. Eign­ar­rétt­ur sparnaðar­ins var óum­deild­ur. Und­an þessu hef­ur verið grafið ít­rekað all­ar göt­ur síðan. Í dag er ráðskast með líf­eyriseign­ir launþeg­ans án þess að hann fái nokkru um það ráðið. Þannig hef­ur fólk ekk­ert val um það hvernig líf­eyr­is­sparnaður þess er ávaxtaður. Stjórn­ir líf­eyr­is­sjóða ráða ferðinni. Kald­hæðnis­legt en satt að stjórn­irn­ar eru að meiri­hluta skipaðar full­trú­um at­vinnu­rek­enda. Það hef­ur ekki farið fram hjá nein­um að þeir hafa gætt eig­in­hags­muna í hví­vetna þegar þeir í krafti of­ur­efl­is beina fjár­mun­um í hinar ýmsu áhættu­fjár­fest­ing­ar í eig­in þágu. Dæm­in sýna svo ekki verður á móti mælt að stór­ar fúlg­ur af spari­fé lands­manna hafa verið brennd­ar upp á þenn­an hátt með til­heyr­andi rétt­inda­skerðing­um eig­end­anna sjálfra.

Launþeg­inn er lögþvingaður til að greiða í líf­eyr­is­sjóð. 15,5% af laun­um sín­um er hann skikkaður til að greiða í sjóð sem hann hef­ur nán­ast ekk­ert um að segja hvernig farið er með, sem er ekki eign­ar­rétt­ar­var­inn og ekki erf­an­leg­ur nema að litlu leyti.

Flokk­ur fólks­ins vill skil­yrðis­laus­an eign­ar­rétt á líf­eyr­is­rétti, sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórrn­ar­skrár lýðveld­is­ins Íslands nr. 33/​1944, þar seg­ir m.a. „eign­ar­rétt­ur­inn er friðhelg­ur“; þannig munu verða tryggð rétt­indi launa­fólks yfir líf­eyr­is­sjóðseign sinni. Þannig munu eft­ir­lif­andi lögerf­ingj­ar líf­eyr­isþeg­ans njóta fulls og óskoraðs erfðarétt­ar á rétt­ind­un­um eins og gild­ir um aðrar eign­ir arf­gjaf­ans.

Við í Flokki fólks­ins vilj­um leyfa fjöl­skyldu lát­ins sjóðfé­laga að njóta góðs af líf­eyr­is­sparnaði hans. Við vit­um flest að marg­ir sem misst hafa maka sinn eiga mjög erfitt í kjöl­farið. Ekki ein­ung­is af þrúg­andi sorg held­ur fjár­hags­á­hyggj­um líka. Því er það óverj­andi að ævi­sparnaður lát­ins ást­vin­ar skuli ekki skila sér þangað sem hann hefði sjálf­ur valið, held­ur bæt­ast í tæp­lega 6.000 millj­arða hít sjóðanna en nýt­ast fjöl­skyldu hans ekki neitt.

Deila