Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leiða lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Marta Wieczorek grunnskólakennari skipar 2. sæti listans, en hún starfar í Hólabrekkuskóla og er aðstoðarskólastjóri pólska skólans og menningasendiherra. Marta var kosin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir dýrmætt starf í þágu barna í borginni sem kennari.
Björn Þorláksson blaðamaður og rithöfundur skipar 3. sæti listans fyrir þingkosningarnar 30. nóvember næstkomandi og Andrea Rut Pálsdóttir aðstoðarþjónustustjóri er í 4. sæti.
Reykjavíkurkjördæmi norður:
1. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Reykjavík
2. Marta Wieczorek, kennari og menningarsendiherra, Reykjavík
3. Björn Jónas Þorláksson, blaðamaður og rithöfundur, Reykjavík
4. Andrea Rut Pálsdóttir, aðstoðarþjónustustjóri, Kópavogi
5. Guðrún María Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Reykjavík
6. Jón Elmar Ómarsson, rafvirki, Reykjavík
7. Pálmey Helga Gísladóttir, lyfjatæknir, Reykjavík
8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari, Reykjavík
9. Birna Melsted, heilbrigðisritari, Reykjavík
10. Hafsteinn Ægir Geirsson, verkstæðisstarfsmaður, Reykjavík
11. Bára Kristín Pétursdóttir, leiðsögumaður, Hafnafirði
12. Daníel Dúi Ragnarsson, nemi, Reykjavík
13. Ingiborg Guðlaugsdóttir, eldri borgari, Reykjavík
14. Ólafur Kristófersson, fyrrv. bankastarfsmaður, Reykjavík
15. Hildur Júlíusdóttir, lífeindafræðingur, Reykjavík
16. Kristján Salvar Davíðsson, fyrrv. leigubílstjóri
17. Gefn Baldursdóttir, læknaritari, Reykjavík
18. Hallur Heiðar Hallsson, hönnuður, Reykjavík
19. Elvý Ósk Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi, Reykjavík
20. Gunnar Skúli Ármannsson, læknir, Reykjavík
21. Sigríður Sæland Óladóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík
22. Ingólfur Þórður Jónsson, eldri borgari, Kópavogi