Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2017. Áður en Guðmundur tók sæti á Alþingi tók hann virkan þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks og öryrkja, m.a. sem formaður félagsins BÓT, baráttu- og samstöðufélags fyrir bættum kjörum lífeyrisþega og gegn fátækt á Íslandi, og sem fulltrúi í trúnaðarráði VR og fulltrúi VR á ársfundum ASÍ. Guðmundur starfaði áður m.a. sem lögreglumaður og í versluninni Brynju á Laugavegi.
Jónína Björk Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Flokks fólksins, skipar 2. sæti listans. Áður starfaði hún sem forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Hafnarfirði. Jónína situr í stjórn Byggðastofnunar.
Grétar Mar Jónsson, sjómaður, skipar 3. sæti listans og Þóra Gunnlaug Briem tölvunarfræðingur er í 4. sæti.
Suðvesturkjördæmi:
1. Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður, Kópavogi
2. Jónína Björk Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, Kópavogi
3. Grétar Mar Jónsson, sjómaður, Hafnafirði
4. Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur, Hafnafirði
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari og námsráðsgjafi, Reykjavík
6. Stefanía Sesselja Hinriksdóttir, bifvéla- og bifhjólavirki, Reykjavík
7. Ósk Matthíasdóttir, förðunarfræðingur, Hafnafirði
8. Páll Þór Ómarsson Hillers, leigubílstjóri, Garðabæ
9. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, eldri borgari, Kópavogi
10. Bjarni Guðmundur Steinarsson, bílstjóri, Hafnafirði
11. Magnús Bjarnason, bifreiðarstjóri, Garðabæ
12. Davíð Örn Guðmundsson, lagerstjóri, Reykjavík
13. Einar Magnússon, rafvirki, Reykjavík
14. Auður Ósk Ingimarsdóttir, fótaaðgerðafræðingur, Mosfellsbæ
15. Heiða Kolbrún Leifsdóttir, huglistamaður, Kópavogi
16. Steinar Svan Birgisson, listamaður, Hafnafirði
17. Erla Magnúsdóttir, fyrrv. sundlaugavörður, Hafnafirði
18. Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangveiðifélags Hafnafjarðar, Hafnafirði
19. Karl Hjartarson, eldri borgari, Kópavogi
20. Margrét G Sveinbjörnsdóttir, fyrrv. skólaliði, Hafnafirði
21. Andrea Kristjana Sigurðardóttir, öryrki, Hafnafirði
22. Guðmundur Svavar Kjartansson, eldri borgari, Kópavogi
23. Kolbeinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Hafnafirði
24. Guðmundur Ingi Guðmundsson, sölumaður, Hafnafirði
25. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, eldri borgari, Kópavogi
26. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, lögfræðingur, Mosfellsbæ
27. Gunnar Þór Þórhallsson, vélfræðingur, Reykjavík
28. Jón Númi Ástvaldsson, öryrki og eldri borgari, Hafnafirði