Lokum spilakössunum

Ögmund­ur Jónas­son fyrr­ver­andi ráðherra og alþing­ismaður skrif­ar grein í Morg­un­blaðið sunnu­dag­inn 12. sept­em­ber sem heit­ir „Nefnd hef­ur verið nefnd“. Þar seg­ir meðal ann­ars orðrétt: „ Er þá komið að máli mál­anna. Hvernig skyldu fram­boðin til Alþing­is ætla að svara spurn­ingu sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn? Styðja þau lok­un spila­kassa eða gera þau það ekki? Já eða nei.“

Við í Flokki fólks­ins segj­um ekki bara já við spurn­ingu hans held­ur lögðum fram og mælt­um með frum­varpi um bann við spila­köss­um (151. lög­gjaf­arþing – 95. fund­ur, 11. maí 2021 kl. 17). Þá mælti ég fyr­ir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lög­um um happ­drætti Há­skóla Íslands og lög­um um happ­drætti (bann við spila­köss­um).

Í grein­ar­gerð með frum­varpi er lagt til að rekst­ur spila­kassa verði með öllu bannaður og þar kem­ur einnig fram m.a. að Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn (SÁS) hafa und­an­far­in tvö ár staðið fyr­ir átak­inu „Lok­um spila­köss­um“, eða Lok­um.is.

Stjórn SÁÁ ákvað árið 2020 að draga sig út úr rekstri Íslands­spila þrátt fyr­ir vænt tekjutap upp á tugi millj­óna króna. Ein­ar Her­manns­son, formaður SÁÁ, sagði um ákvörðun­ina að þeim fynd­ist það ekki þess virði og ekki sam­ræm­ast gild­um SÁÁ að taka þátt í rekstri á spila­köss­um og vera þátt­tak­andi í Íslands­spil­um. Sagði hann af­leiðing­arn­ar fyr­ir SÁÁ beint vera tug­millj­óna króna skerðingu á sjálfsafla­fé en traust og virðing væri meira virði.

Þá koma þar einnig fram slá­andi töl­ur, eins og Ögmund­ur bend­ir á, þar sem SÁS lét fram­kvæma skoðana­könn­un um viðhorf al­menn­ings til spila­kassa. Leiddi hún í ljós að um 86% Íslend­inga vilja banna slík­an rekst­ur. Þá var 71% aðspurðra ósátt við að starf­semi í al­mannaþágu væri fjár­mögnuð með rekstri spila­kassa.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir einnig að spila­kass­ar séu hannaðir til að ýta und­ir spilafíkn. Ólíkt happ­drætti skila þeir niður­stöðu sam­stund­is og hægt er að taka þátt strax aft­ur. Það ýtir und­ir vana­mynd­un og því eru þátt­tak­end­ur mun lík­legri til að þróa með sér fíkn en þátt­tak­end­ur í happ­drætti.

Það er orðið löngu tíma­bært að hætta rekstri spila­kassa á Íslandi. Það get­ur ekki rétt­lætt svo skaðlega starf­semi að ágóðinn renni til góðgerðar­mála. Það ger­ir lítið gagn að inn­leiða svo­kölluð spila­kort. Sú aðferð myndi hvorki leysa fjár­mögn­un­ar­vanda góðgerðarfé­laga né vinna gegn vanda spilafíkla.

Það eina sem dug­ar er al­gert bann. Þá er það eng­in af­sök­un að vísa til þess að Íslend­ing­ar hafi aðgang að fjár­hættu­spil­um í gegn­um er­lend­ar vefsíður.

Það er al­gjör­lega með ólík­ind­um að Há­skóli Íslands sé fjár­magnaður með spilafíkn. Ég spyr: Hvernig í ósköp­un­um er það hægt að mennta­stofn­un, þar sem siðfræði er kennd, fjár­magni á sama tíma ákveðinn hluta af húsa­kynn­um sín­um með spila­köss­um! Gróða af spila­köss­um sem kem­ur úr vasa spilafíkla, sem er HÍ til há­bor­inn­ar skamm­ar.

Þetta er siðferðis­lega kolrangt. Það seg­ir sig sjálft að spilafíkn hef­ur valdið gíf­ur­legu tjóni hjá viðkom­andi spilafíkli og ekki síður hjá fjöl­skyldu hans og vin­um. Það er ekki bara fjár­hagstjónið held­ur and­legt og lík­am­legt tjón og það skelfi­lega ástand sem skap­ast hjá viðkom­andi spilafíkli.

Það er ekki hægt að rétt­læta það á nokk­urn hátt að ríkið setji lög sem eru til þess fall­in að ákveðin fé­laga­sam­tök sem eru að gera góða hluti, SÁÁ, Lands­björg, Rauði kross­inn og Há­skóli Íslands, þurfi að reiða sig á spilafíkla. Það seg­ir sig sjálft að það er okk­ur al­ger­lega til há­bor­inn­ar skamm­ar að ör­fá­ir veik­ir ein­stak­ling­ar séu að leggja al­eig­una und­ir, al­eigu sína og jafn­vel fjöl­skyld­unn­ar og jafn­vel fram­færslu fjöl­skyld­unn­ar, jafn­vel allt hús­næði henn­ar eins og við vit­um dæmi um.

Það verður að segj­ast al­veg eins og er að við verðum að taka ofan fyr­ir SÁÁ fyr­ir að draga sig út úr þessu. Það er von­andi fyrsta skrefið í þá átt að hinir geri það einnig, sjái villu síns veg­ar.

Við get­um ekki, við eig­um ekki og við meg­um ekki leyfa því að viðgang­ast að æðsta mennta­stofn­un okk­ar, Há­skóli Íslands, sé háð spilafíkl­um. Það get­ur ekki á neinn hátt verið rétt­læt­an­legt að ung­menni okk­ar fari inn í þá stofn­un til að leita sér mennt­un­ar, fari jafn­vel í siðfræðideild­ina til að kort­leggja siðferði mann­kyns. Hvar á þá að byrja á því siðferði? Auðvitað byrj­um við á því að tékka á því hvernig fjár­mögn­un há­skól­ans er háttað.

Auðvitað á rík­is­stjórn­in og við að sjá til þess að ekki þurfi að vera neinn vafi um að ekki eigi að fjár­magna nein­ar svona stofn­an­ir, eins og Lands­björg, SÁÁ eða Rauða kross­inn, með fram­lög­um spilafíkla úr spila­köss­um. Því er gert ráð fyr­ir í 2. og 3. gr. lag­anna að bæta þess­um stofn­un­um upp áætlað tekjutap.

Það er eng­in af­sök­un að segja að þetta fari í önn­ur spil á net­inu vegna þess að spila­kass­arn­ir eru allt öðru vísi byggðir upp. Þeir eru byggðir upp til þess að valda fíkn, þeir eru byggðir upp til þess að sjá til þess að halda fólki í spilafíkn.

Því miður dagaði frum­varpið uppi í nefnd og varð því ekki að lög­um, en við í Flokki fólks­ins mun­um leggja það aft­ur fram og hætt­um ekki fyrr en þetta rétt­læt­is­mál verður samþykkt.

Flokk­ur fólks­ins seg­ir: Fólkið fyrst, svo allt hitt.

Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður og oddviti Suðvesturkjördæmis

Deila