Magnús Þór hringir í Pétur á Útvarpi Sögu

Magnús Þór Hafsteinsson, ritari þingflokks Flokks fólksins, hringdi nýverið í Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu og ræddi við hann um klaustursmálið. Magnús hlustaði á allar upptökurnar og hafði margt um þær að segja, meðal annars að stjórn Miðflokksins hafi verið á barnum í boði Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar og að ástæða fundarins hafi verið fyrirhuguð færsla Ólafs og Karls frá Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn. Hlusta má á allt símtalið með því að smella á “play” takkann hér að neðan.

Magnús Þór Hafsteinsson ritari þingflokks Flokks fólksins

Deila