Barátta Flokks Fólksins
Enginn flokkur hefur lagt fram fleiri þingmál um bætt kjör eldri borgara heldur en Flokkur Fólksins, þar á meðal:
Um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Að hækka frítekjumark vegna lífeyristekna úr 25.000 kr. upp í 100.000 kr.
Að hækkun bóta fylgi ávallt launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu.
Þeir sem hafa lífeyri fái að lágmarki 350.000 kr. til framfærslu.
Að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti.
Afnám vasapeningafyrirkomulagsins.
Aukið lýðræði og gegnsæi í lífeyrissjóðum.
Að heimila erfðir lífeyrisréttinda.
Stofnun hagsmunafulltrúa aldraðra.
Afnám skerðinga vegna launatekna aldraðra.
Árangur Flokks Fólksins
Sparnaður
Fyrsta þingmál Flokks Fólksins fékk fulla þinglega meðferð og með þessu tryggðum við að hætt yrði að telja styrki til tækjakaupa, lyfjakaupa og bensínstyrki til tekna með tilheyrandi sköttum og skerðingum. Þessi breyting sparar 6.000 eldri borgurum og öryrkjum að meðaltali um 120.000 kr. á ári.
Endurgreiðsla
Í júlí 2019 vann Flokkur Fólksins mál fyrir hönd eldri borgara, þar sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið gegn eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Niðurstaðan í þessu máli varð til þess að ríkið greiddi 29.000 eldri borgurum um sjö milljarða króna.
Hagsmunafulltrúi
Á síðasta þingfundi kjörtímabilsins (2021) var tillaga Flokks Fólksins samþykkt um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Samþykkt var að stofna þetta embætti á næsta ári.
Leiðsöguhundur
Að blindum og sjónskertum standi til boða að fá leiðsöguhund sér að kostnaðarlausu.
Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld
Bætt aðgengi eldri borgara að dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Verjum fjárræði aldraðra
Afnám „vasapeningafyrirkomulagsins“.
Hækkum frítekjumörk — verjum eignarrétt aldraðra
100.000 kr frítekjumark vegna lífeyristekna.
Útrýmum fátækt meðal aldraðra
Leiðrétting á kjaragliðnuninni og trygging fyrir því að hækkun bóta fylgi ávallt launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu.
Styðjum eldri borgara sem vilja vinna
Lífeyrisréttindi gangi til lögerfingja að fullu
Hættum að skattleggja öldrun
Hjálpartæki fyrir aldraða (og fatlaða) verði undanþegin virðisaukaskatti.
Aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum
Aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum – lögum breytt þannig að þeir sem greiða í lífeyrissjóði kjósi stjórn sjóðanna, ekki SA og verkalýðsfélögin.
Höldum betur utan um málefni aldraðra
Stofnun hagsmunafulltrúa aldraðra.