Meira fer til fjölmiðla heldur en hjálparstofnana

„Það er ekk­ert mál hjá þess­ari rík­is­stjórn að setja 50 millj­ón­ir í viðbót til einka­rek­inna fjöl­miðla í eigu auðmanna og póli­tískra afla, þá í heild 400 millj­ón­ir, en bara 6% af því til hjálp­ar­stofn­ana, þeirra stofn­ana sem aðstoða þá sem eru í fá­tækt og sára­fá­tækt með mat og nauðsynj­ar,“ sagði Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. 

Guðmund­ur beindi spurn­ingu sinni til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­irs­ráðherra og furðaði sig á þeirri upp­hæð sem ör­yrkj­ar og eldri borg­ar­ar fá úr fé­lags­hjálp­arpakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Hvernig í ósköp­un­um stend­ur á því að ekki sé hægt að setja 400 millj­ón­ir þangað al­veg eins og 400 millj­ón­ir til einka­rek­inna fjöl­miðla í eigu auðmanna? Hvernig stend­ur á því að það séu bara til 25 millj­ón­ir fyr­ir þessa hópa? Hvernig eiga þær að skipt­ast og hvað verður mikið til skipt­anna þegar búið er að deila þessu niður á all­ar þess­ar hjálp­ar­stofn­an­ir? Það verða því miður smáaur­ar,“ sagði Guðmund­ur. 

Katrín sagði í svari sínu að stór skref hefðu verið stig­in á þessu kjör­tíma­bili til að bæta hag aldraðra og ör­yrkja. Þá sagði Katrín að næsta haust yrði lagt fram frum­varp um end­ur­skoðun á al­manna­trygg­inga­kerf­inu. 

„Það er vitað mál að mikið hef­ur verið unnið í þeim mál­um of lengi og erfitt hef­ur reynst að skapa sátt um framtíðar­sýn um ná­kvæm­lega hvernig þessu fram­færslu­kerfi eigi að vera háttað,“ sagði Katrín. 

„En það er orðið löngu tíma­bært að ráðast í breyt­ing­ar til ein­föld­un­ar á kerf­inu og til hags­bóta fyr­ir ör­orku­líf­eyr­isþega. Það er von á því frum­varpi í haust og ég vona svo sann­ar­lega að Alþingi muni ljúka því máli því að það er hluti af þess­ari stóru mynd og það skipt­ir máli að við náum þeirri heild­ar­end­ur­skoðun á kerf­inu.“ 

Deila