Óafsakanleg áhætta

Inga Sæland

Við höf­um þraukað sam­an í tólf mánuði und­ir áföll­um af Covid 19. Fólkið í land­inu er búið að færa ómæld­ar fórn­ir með ein­angr­un, sam­göngu­tak­mörk­un­um og grímu­skyldu. Tæp­lega 30 manns hafa dáið ótíma­bær­um dauða vegna pest­ar­inn­ar, fjöl­mörg önn­ur hafa glímt við veik­ina og eftir­köst henn­ar, þúsund­ir setið í sótt­kví og ein­angr­un. Þjóðin hef­ur sýnt mik­inn sjálf­saga og sam­stöðu. Við höf­um tekið af all­an vafa um að okk­ur er kleift að standa sam­an og ganga í takt þegar hætta steðjar að. Eft­ir þrjár smit­bylgj­ur sem aldrei skyldu verið hafa, hef­ur okk­ur nán­ast tek­ist að út­rýma veirunni hér inn­an lands. Það er sam­taka­mátt­ur okk­ar sem hef­ur skilað þess­um ár­angri.

Dýr­keypt reynsla síðustu tólf mánaða hef­ur þó kennt okk­ur að þetta ástand er afar viðkvæmt meðan okk­ur hef­ur ekki tekst að bólu­setja nema ör­lítið brot af þjóðinni. Ekki þarf nema einn Covid-sýkt­an ein­stak­ling til að koma fjórðu bylgju far­ald­urs­ins af stað. Þá myndu hvorki er­lend­ir ferðamenn né Íslend­ing­ar sjálf­ir ferðast í sum­ar. Það er al­gjör­lega loku fyr­ir það skotið að fá svör rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um ábat­ann sem við hefðum af því að taka þá áhættu sem nú er tek­in og fel­ur í sér frek­ari til­slök­un á landa­mær­un­um. Það er eitt að setja sér mark­mið og láta sig dreyma um að vera búin að bólu­setja þjóðina fyr­ir sum­ar­vertíðina og allt annað að horf­ast í augu við staðreynd­ir. Bólu­efna­klúður stjórn­valda á ekki að bitna á sam­fé­lag­inu í heild.

Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar ótíma­bæru og hættu­legu til­slak­an­ir. Það er galið að fara í þess­ar aðgerðir núna þegar við sjá­um ljósið í enda gang­anna. Þetta snýst ekki um að vantreysta fólki sem hef­ur verið bólu­sett eða mæl­ist með mót­efni gegn veirunni. Þetta snýst um áhætt­una sem fylg­ir því að sýkt­ir ein­stak­ling­ar komi með fölsuð bólu­setn­ing­ar­skír­teini til lands­ins og or­saki fjórðu bylgju þessa and­styggðarfar­ald­urs. At­hug­um að víða í lönd­un­um í kring­um okk­ur er allt enn í fári vegna Covid-19 og nóg að líta til stórra hluta Nor­egs í því sam­bandi.

Stórfurðulegt er að heyra ráðamenn svara sem svo, að lík­lega muni til­slak­an­ir ekki skipta miklu máli því ferðavilj­inn er­lend­is frá sé ekki mik­ill. Þess frek­ar kalla slík svör á fleiri spurn­ing­ar, svo sem til hvers í ósköp­un­um sé þá verið að taka þessa óþarfa áhættu. Hvaða öfl­um er rík­is­stjórn­in að þjóna?

Ég er sann­færð um að flest­ir lands­menn hafi verið reiðubún­ir að þrauka nokkra mánuði í viðbót þar til búið hefði verið að bólu­setja þjóðina og þannig gera okk­ur í stakk búin til að taka á móti gest­um án þess að senda fjórðu bylgju far­ald­urs­ins yfir þjóðina.

Inga Sæland

Deila