Ólafi Ísleifssyni loksins svarað

Loks hefur Ólafur Ísleifsson, Alþingismaður Flokks fólksins, fengið svar við fyrirspurn sinni um kolefnisgjaldið en á facebook segir hann:

“Hér er svar umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn minni um kolefnisgjald sem birtist neytendum sem hækkun á bensíni og dísilolíu. Þau vita ekkert um áhrif gjaldsins, ekkert um áhrif fyrirhugaðra hækkana á gjaldinu. Getur stjórnvald haldið uppi stefnu án þess að hafa neinar hugmyndir um áhrif hennar? Getur stjórnvald boðið upp á svör af þessu tagi?”

Með því að smella á netslóðina hér að neðan má lesa spurningar Ólafs og svörin frá umhverfis- og auðlindaráðherra.

https://www.althingi.is/altext/148/s/1352.html

Deila