Öryrkj­ar fá 86.000 kr. und­ir lág­marks­laun­um

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, vakti máls á því á Alþingi í dag að um ára­mót­in verði mun­ur á ör­orku­líf­eyri og lág­marks­laun­um orðinn 86.000 krón­ur, sam­kvæmt fjár­lög­um næsta árs. Það sagði Guðmund­ur „fá­rán­legt fjár­hags­legt of­beldi“.

„Í þrjú ár hef­ur rík­is­stjórn Bjarna, Katrín­ar og Sig­urðar ákveðið að auka á fá­tækt fatlaðs fólks og lang­veiks í stað þess að bæta kjör þeirra,“ sagði Guðmund­ur sem benti á að stór hluti ör­yrkja byggi við fá­tækt. 

„Og það er fá­rán­legt fjár­hags­legt of­beldi að um ára­mót­in verður mun­ur­inn á ör­orku­líf­eyri og lág­marks­laun­um orðinn 86.000 kón­ur.“

Guðmund­ur sagði að bilið á milli ör­orku­líf­eyr­is og lág­marks­launa hafi stöðugt breikkað frá ár­inu 2007. 

„Bilið hef­ur breikkað enn meira og það þrátt fyr­ir að rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn lofi öðru fyr­ir kosn­ing­ar. Eitt af heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna er að út­rýma fá­tækt. Nú þegar Bjarni hef­ur lagt fram sitt síðasta fjár­laga­frum­varp á kjör­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá held­ur öf­ugt , aukn­ing fá­tækt­ar og harðari svelti­stefna,“ sagði Guðmund­ur.

Deila