Ráðherra hunsar einróma Alþingi

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, ásakaði þing­menn Flokks fólks­ins um að beita aðferðum sem hann kýs að kalla „po­púl­isma“. Orð hans féllu í kjöl­far fyr­ir­spurn­ar Jak­obs Frí­manns Magnús­son­ar, um hvers vegna ráðherr­ann hef­ur ekki enn lagt fram frum­varp um hags­muna­full­trúa eldra fólks, þrátt fyr­ir skýr fyr­ir­mæli Alþing­is.

Í stuttu máli samþykkti Alþingi þings­álykt­un Flokks fólks­ins um stofn­un embætt­is hags­muna­full­trúa eldra fólks þann 13. júní 2021. Sam­kvæmt þess­ari álykt­un átti fé­lags­málaráðherra að skipa starfs­hóp sem myndi semja frum­varp til laga um stofn­un hags­muna­full­trúa eldra fólks. Skýrt og ótví­rætt verk­efni sem fól í sér mik­il­vægt skref í átt að bætt­um hags­mun­um og aðbúnaði eldra fólks.

Ráðherr­ann skipaði ekki um­rædd­an starfs­hóp fyrr en ári síðar, nokkr­um vik­um eft­ir að vinnu hóps­ins átti að vera lokið. Ári eft­ir það, vorið 2023, til­kynnti ráðherr­ann að starfs­hóp­ur­inn myndi ekki skila til­ætluðu frum­varpi. Hann ætlaði s.s. sjálf­ur að ráða því, burt­séð frá því að það væri í al­gjörri and­stöðu við skýr­an vilja lög­gjaf­ans. Ég hef ekki séð aug­ljós­ara dæmi um al­gjöra van­v­irðingu við lög­gjaf­ar­valdið og þá ákv­arðana­töku­ferla sem við byggj­um lýðræðið á.

Er það po­púl­ismi að krefjast þess að ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar vinni vinn­una sína af heil­ind­um og virði þing­ræðið? Er það po­púl­ismi að biðja um aðgerðir sem vernda og auka lífs­gæði eldra fólks? Nei, það er skylda okk­ar sem kjörn­ir full­trú­ar að sjá til þess að fram­kvæmd­ar­valdið fram­kvæmi vilja lög­gjaf­ans. Orð ráðherr­ans um po­púl­isma eru vís­vit­andi til­raun til að af­vega­leiða umræðuna og draga úr al­var­leika þess að hann hef­ur sem ráðherra brugðist skyld­um sín­um og verk­un­um sem lög­gjaf­inn hef­ur falið hon­um að inna af hendi. Hér gef­ur að líta marg­um­talaða þings­álykt­un­ar­til­lögu Flokks fólks­ins. Dæmi nú hver fyr­ir sig:

Þings­álykt­un um hags­muna­full­trúaeldra fólks:

Alþingi álykt­ar að fela fé­lags- og barna­málaráðherra að stofna starfs­hóp hags­munaaðila auk starfs­fólks ráðuneyt­is­ins sem semji frum­varp til laga um embætti hags­muna­full­trúa eldra fólks. Starfs­hóp­ur­inn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyr­ir komið og hvert um­fang þess skuli vera. Starfs­hóp­ur­inn skili ráðherra drög­um að frum­varpi fyr­ir 1. apríl 2022.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 2021.

„Nú er það oft þannig að þegar starfs­hóp­ar taka til starfa og fara að leggj­ast yfir mál­in þá kom­ast þeir í sum­um til­fell­um að þeirri niður­stöðu að það geti verið skyn­sam­legt að gera aðra hluti held­ur en þeim upp­haf­lega var ætlað að gera.“ Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son 154. lög­gjaf­arþing — 64. fund­ur, 5. feb. 2024. Hags­muna­full­trúi eldra fólks.

Ég veit ekki með ykk­ur, en ég sé ekk­ert annað hér á ferð en hreina og klára valdníðslu.

Deila