Reiðarslag í fiskveiðistjórnun

Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir næsta fisk­veiðiár er mikið áfall. Fiski­fræðing­ar ráðleggja að þorskkvót­inn verði minnkaður um sex pró­sent, úr 272.593 tonn­um í 256.593 tonn.

Þorsk­stofn­inn virðist í frjálsu falli. Stofn­vísi­töl­ur þorskins, sem eru mik­il­væg­ur liður í stofn­stærðarmati, vísa all­ar nán­ast lóðrétt niður og hafa gert und­an­far­in þrjú ár. Nú er stofn­vísi­tal­an svipuð og hún var 2010 en þá var kvót­inn um 170 þúsund tonn. Horf­ur eru hverf­andi á því að tak­ast megi að snúa þess­ari miklu og hröðu niður­sveiflu þorsks­ins við. Nýliðun stofns­ins hef­ur verið lé­leg um margra ára skeið. Nú eru 35 ár síðan al­menni­leg­ur þriggja ára þor­skár­gang­ur bætt­ist við veiðistofn­inn. Grátt bæt­ist síðan ofan á svart með því að fiski­fræðing­ar virðast vera bún­ir að týna stór­um hluta af svo­kölluðum milliþorski, sem er fisk­ur milli 30 og 80 senti­metr­ar á lengd og á að vera hryggj­ar­stykkið í veiðan­leg­um hluta þorsk­stofns­ins.

Hingað erum við kom­in eft­ir ná­lega 40 ára þrot­lausa friðun með til­raun­um til upp­bygg­ing­ar á þorsk­stofn­in­um. Þessi auðlind skilaði stöðugt á bil­inu 350 til 500 þúsund tonna ársafla á ára­bil­inu 1955 til um 1980. All­ar göt­ur frá um 1990 fram til nú hef­ur kvóta­ársafl­inn rokkað frá um 270 þúsund tonn­um niður í 165 þúsund tonn. Þegar kvóta­kerfið var sett á fyr­ir um fjór­um ára­tug­um var því heitið að nú skyldi þorsk­stofn­inn byggður upp svo hann gæfi um hálfa millj­ón tonna í ár­lega veiði. Eft­ir all­ar þær fórn­ir sem hafa verið færðar með hagræðingu sem leitt hafa af sér stór­tjón á sjáv­ar­byggðum og mann­lífi allt um­hverf­is landið þá er ár­ang­ur­inn sá árið 2020 að við sitj­um uppi með þorsk­stofn sem virðist minnka mjög hratt og stjórn­laust. Það er nú öll fisk­veiðistjórn­un­in. Dýr­asta hag­fræði- og líf­fræðitilraun Íslands­sög­unn­ar.

Þessi vá­legu tíðindi af fúsk­inu í veiðistjórn­un­inni sem viðgeng­ist hef­ur um ára­bil, lengst af í skjóli sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, verða enn ískyggi­legri þegar við lít­um norður í Bar­ents­haf. Þar er veiðum og nýt­ingu stýrt af Norðmönn­um og Rúss­um í sam­ein­ingu. Á næsta ári ráðleggja fiski­fræðing­ar að þorskveiðar í Bar­ents­hafi verði aukn­ar um 20 pró­sent – heil­an fimmt­ung! Þær fari þannig úr 738 þúsund tonn­um í 885.600 tonn. Þar segja menn að þeir treysti sér til að auka veiðarn­ar vegna þess að hrygn­ing­ar­stofn bar­ents­hafsþorsks­ins sé sterk­ur.

Íslensk­ir hrokagikk­ir í sjáv­ar­út­vegi hæl­ast oft af því að hér sé heims­ins besta fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi. Þetta fólk er með allt á hæl­un­um. Ég kalla eft­ir upp­gjöri um nýt­ing­ar­stefnu fiski­stofna við Ísland. Inn­leiða þarf nýja hugs­un ef ekki á að fara verr.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Deila