Réttlæti og sanngirni fyrir öll börn, ekki aðeins sum

Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga er e.t.v. ekki efst í huga fólks svona al­mennt séð. Engu að síður skipt­ir sjóður­inn miklu máli í dag­legu lífi, án þess að mikið beri á. Jöfn­un­ar­sjóður­inn hef­ur það hlut­verk að jafna mis­mun­andi út­gjaldaþörf og skatt­tekj­ur sveit­ar­fé­laga, sam­kvæmt lög­um frá 1995 um tekju­stofna þeirra. Mark­miðið er að öll sveit­ar­fé­lög geti sinnt lög­bund­inni þjón­ustu og mætt út­gjöld­um vegna henn­ar.

Reykja­vík hef­ur allt frá stofn­un jöfn­un­ar­sjóðs verið tek­in út fyr­ir sviga að ákveðnu leyti vegna stærðar sinn­ar. Þannig nýt­ur borg­in hvorki fram­lags til jöfn­un­ar kostnaðar á rekstri grunn­skóla né fram­lags vegna nem­enda með ís­lensku sem annað tungu­mál.

Árið 2019 var lög­um breytt um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga á þann veg að fram­lög til jöfn­un­ar vegna kostnaðar við rekst­ur grunn­skóla skyldi ekki greiða til sveit­ar­fé­laga með fleiri en 70.000 íbúa. Þar með á Reykja­vík eitt sveit­ar­fé­laga þess ekki kost að hljóta um­rædd fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

Stærðin vanda­málið

Það eru vissu­lega sér­kenni­leg rök að Reykja­vík fái ekki fram­lag til jöfn­un­ar kostnaðar á rekstri grunn­skóla vegna fjölda íbúa yfir 70.000. Þrjú af ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um mynda sam­fellda byggð með heild­ar­fjölda vel yfir 70.000 manns en fá engu að síður hátt í 2 millj­arða króna í jöfn­un­ar­fram­lög til rekst­urs grunn­skóla ár hvert. Stærðar­hag­kvæmni hef­ur vissu­lega áhrif á mis­mun­andi rekstr­ar­kostnað milli minni og meðal­stórra sveit­ar­fé­laga, en þau sveit­ar­fé­lög sem að fram­an grein­ir reka öll fleiri en einn grunn­skóla og því ekki mik­ill mun­ur á stærðar­hag­kvæmni þeirra. Þau lúta sömu viðmiðum um fjölda nem­enda í hverj­um bekk og laun starfs­manna eru kjara­samn­ings­bund­in.

Það skýt­ur einnig skökku við að Reykja­vík geti ekki fengið fram­lag vegna nem­enda með ís­lensku sem annað tungu­mál í ljósi þess að hvergi eru fleiri nem­end­ur sem þannig hátt­ar til um. Við hljót­um að þurfa að taka til­liti til þeirra breyt­inga sem hafa orðið á ís­lensku sam­fé­lagi síðustu 20 árin með gríðarleg­um til­flutn­ingi er­lends fólks til lands­ins. Þessi stóri hóp­ur sem að stór­um hluta er í Reykja­vík.

Flokk­ur fólks­ins vill tryggja öll­um börn­um góða mennt­un. Þess vegna telj­um við nauðsyn­legt að skoða hvort jöfn­un­ar­kerfi sveit­ar­fé­laga hafi þró­ast í sam­ræmi við lýðfræðileg­ar breyt­ing­ar og með til­liti til þró­un­ar í kennslu­fræðum og mennta­mál­um.

Úthlut­un eft­ir þörf­um

Ljóst er að til þess að tryggja jafn­ræði milli sveit­ar­fé­laga þarf að end­ur­skoða lög­gjöf og reglu­verk á þann veg að öll sveit­ar­fé­lög geti átt rétt til út­hlut­un­ar fram­laga úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

Þessa viku sit ég í fyrsta sinn á þingi sem varaþingmaður Flokks fólks­ins. Ég mun leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Alþingi álykti að fela rík­is­stjórn­inni að end­ur­skoða lög­gjöf og reglu­verk með það að mark­miði að öll börn njóti sann­girni og rétt­læt­is hvar svo sem þau búa. Það er ekki hægt að una við að eitt sveit­ar­fé­lag sé fyr­ir­framúti­lokað frá út­hlut­un­um jöfn­un­ar­fram­laga vegna rekstr­ar grunn­skóla, ein­ung­is vegna stærðar. Jöfn­un­ar­fram­lög á að greiða eft­ir þörf­um, sam­kvæmt hlut­læg­um reikni­regl­um sem byggj­ast á mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum. Þá er löngu kom­inn tími til að end­ur­skoða fjár­mögn­un grunn­skóla­kerf­is­ins, enda hef­ur rekst­ur grunn­skóla tekið mikl­um breyt­ing­um frá því að rekst­ur­inn færðist yfir til sveit­ar­fé­lag­anna árið 1996.

Deila