Samkomum flokksins aflýst vegna Covid19 veirunnar.

Kæru félagar og vinir. Vegna þess fordæmalausa ástands sem skapast hefur í þjóðfélaginu vegna Covid19, mun Flokkur fólksins ekki standa að neinum mannamótum eða samkomun í sínu nafni fyrr en við höfum unnið stríðið gegn veirunni.

Við hittumst svo endurnýjuð af kröftum í söng og í gleði þegar þessi vágestur er á bak og burt.

f.h. Flokks fólksins
Inga Sæland

Deila