Sanngjarnar sektargreiðslur

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði til á Alþingi í gær að finnska leiðin yrði tekin upp hér á landi varðandi sektargreiðslur til lögreglu.

„Eig­um við ekki að vera sann­gjörn og rétt­lát og taka upp finnsku leiðina, að sekta í pró­sent­um launa, ekki krónu­töl­um.“

Guðmundur Ingi setti málið í samhengi við upphæðina á sektum vegna nagladekkja, sem er 20 þúsund krónur á hvert dekk, alls 80 þúsund fyrir fjögur dekk:

„80 þúsund krón­ur af 200 þúsund krón­um í út­borguðum laun­um eru 40 pró­sent. Af 400 þúsund krón­um laun­um eru það 20 pró­sent. Af 800 þúsund krón­um laun­um eru það 10 pró­sent. Er það sann­gjarnt?“

spurði Guðmundur og taldi svo ekki vera.

Guðmundur sagði sektir ekkert annað en gjöld til ríkisins og vildi að þær tækju mið af launum fólks, ekki síst þegar til stæði að setja á veggjöld og fólk greiddi allskyns önnur gjöld til ríkisins:

„Ég held að kom­inn sé tími til að ef við vilj­um og ætl­um að bera ein­hverja virðingu fyr­ir rétt­læti og lýðræði breyt­um við þessu þannig að það sé sann­gjarnt að all­ir greiði jafnt.“

Deila