Skýr stefna og sterk samstaða í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, var nýverið gestur í hlaðvarpi Eyjunnar, þar sem hann ræddi við Ólaf Arnarson um ríkisstjórnina og helstu áherslumál.

Guðmundur lagði áherslu á að Flokkur fólksins kæmi að stjórnarsamstarfinu með skýra sýn og lausnamiðaða nálgun. Hann undirstrikaði sérstaklega baráttuna gegn fátækt barna sem eitt af helstu forgangsmálum flokksins og sagði ríkisstjórnina samstíga í að koma mikilvægum málum í framkvæmd, ólíkt fyrri ríkisstjórn.

„Við erum komin í þessa ríkisstjórn til þess að vinna góð verk og við vitum nákvæmlega hvaða verk við þurfum að vinna. Aðalstefnan, númer eitt, tvö og þrjú, hjá Flokki fólksins er að útrýma fátækt barna og við hvikum ekki frá því.“

Viðtalið í heild má hlusta á hér að neðan:

Deila