Sögulegar kjarabætur

Ég hef setið í stjórn­ar­and­stöðu sein­ustu tvö kjör­tíma­bil og bar­ist gegn göll­um al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins í tugi ára þar á und­an. All­an þann tíma hafa ör­yrkj­ar og eldra fólk eins og ég hlustað á stjórn­mála­flokka lofa að leiðrétta kjaragliðnun ör­orku og elli­líf­eyr­is, en aldrei hafa þeir staðið við stóru orðin, fyrr en nú.

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðisráðherra, mælti í gær fyr­ir frum­varpi um að ör­orku- og elli­líf­eyr­ir muni hækka á hverju ári til sam­ræm­is við hækk­un launa­vísi­tölu, en þó aldrei minna en verðlag. Frum­varpið legg­ur einnig til að ald­ur­sviðbót ör­yrkja hald­ist ævi­langt. Flokk­ur fólks­ins hef­ur alltaf talað fyr­ir því að rík­is­stjórn­ir eigi að koma til móts við þá sem minnst hafa. Ein mesta kjara­skerðing sem fá­tækt eldra fólk og ör­yrkj­ar hafa orðið fyr­ir síðastliðna ára­tugi er vegna svo­nefndr­ar kjaragliðnun­ar, þ.e. vegna þess að líf­eyr­ir hef­ur hækkað minna en laun.

Með þessu nýja frum­varpi fé­lags- og hús­næðismálaráðherra hef­ur rík­is­stjórn­in tryggt líf­eyr­isþegum sæti við kjara­samn­inga­borðið. Fram­veg­is munu bæt­ur ör­yrkja og aldraðra fylgja launaþróun, í stað þess að rýrna. Þetta frum­varp mun einnig tryggja að komið verði í veg fyr­ir að ein­stak­ling­ar fari frá því að vera ör­yrkj­ar yfir í að vera elli­líf­eyr­isþegar við 67 ára ald­ur og þar með missa allt í einu ald­ur­stengdu ör­orku­líf­eyr­is­upp­bót­ina, með til­heyr­andi tekju­lækk­un.

Í gær var 100 daga af­mæli nýrr­ar rík­is­stjórn­ar og það er magnað hve mikið er hægt að gera á stutt­um tíma þegar vilj­inn er fyr­ir hendi og áhersl­urn­ar góðar. Rík­is­stjórn­in hef­ur mælt fyr­ir frum­varpi um lög­fest­ingu samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks, fæðing­ar­or­lofs­kerfið verður styrkt og ráðist hef­ur verið í átak í mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda.

Þá verður al­mennt frí­tekju­mark elli­líf­eyr­isþega einnig hækkað í þrep­um úr 36.500 kr. og upp í 60.000 kr. á mánuði. Í dag má elli­líf­eyr­isþegi hafa 438.000 kr. í tekj­ur á ári án þess að elli­líf­eyr­is­greiðslur hans byrji að lækka. Þegar breyt­ing­arn­ar verða að fullu komn­ar til fram­kvæmda mun viðkom­andi hins veg­ar geta haft 720.000 kr. í tekj­ur á ári án þess að greiðslurn­ar lækki. Mun­ur­inn þarna á milli er 282.000 kr. Engu skipt­ir hvaðan tekj­urn­ar koma og hvort þær eru til dæm­is fjár­magn­s­tekj­ur, tekj­ur frá líf­eyr­is­sjóðum eða at­vinnu­tekj­ur.

Ég er bjart­sýnn á að þessi rík­is­stjórn muni stíga sögu­leg skref í bar­átt­unni gegn fá­tækt og for­gangsraða fyr­ir fólkið fyrst þar sem það er okk­ar stefna og mín hug­sjón. Ég hlakka mikið til að geta nýtt minn bar­áttu­vilja og léð börn­um rödd til að styrkja mál­efni barna, mennt­un, for­varn­ir og íþrótt­ir.


Guðmundur Ingi Kristinsson
mennta- og barna­málaráðherra.

Deila