Sögulegar kjarabætur fyrir 65.000 manns!
Tímamót fyrir eldra fólk og öryrkja

Breytingar á almannatryggingakerfinu marka vatnaskil fyrir lífeyrisþega, aldraða og öryrkja. Með nýrri löggjöf og kerfisbreytingum verða kjör tugþúsunda bætt verulega.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

✔ Lífeyrir verður nú tengdur launavísitölu – sem tryggir að kjör lífeyrisþega fylgi launaþróun á vinnumarkaði.
✔ Vaxandi kjaragliðnun heyrir sögunni til.
✔ Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar verulega.
✔ Nýtt og einfaldara almannatryggingakerfi tryggir að 95% öryrkja fái hærri greiðslur.

„Áætlunin markar vatnaskil fyrir öryrkja og aldraða á Íslandi. Við sýnum hér að sú hugsjón að taka betur utan um fólkið okkar er sannarlega komin til framkvæmda,“
– Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Samstíga ríkisstjórn lætur verkin tala.

Deila