Spruttu eldri borgarar fram úr álfasteini?

Eru eldri borg­ar­ar baggi á sam­fé­lag­inu? Þannig er um okk­ur talað, nú síðast í kvöld­frétt­um RÚV á sunnu­dag­inn. Þar var talað um að auka þyrfti fram­lög til eldri borg­ara um 3% af vergri lands­fram­leiðslu og svo fram­veg­is. Sprutt­um við eldri borg­ar­ar fram úr álfa­st­eini og urðum allt í einu til?

Það er þekkt staðreynd að ár­gang­arn­ir sem fædd­ust eft­ir síðari heims­styrj­öld voru mjög stór­ir. Það er því al­gjör fá­fræði að tala niður til okk­ar sem nýs vanda­máls. Við erum búin að vera til staðar í heil­an manns­ald­ur og erum loks að kom­ast á eft­ir­laun. Við telj­um okk­ur hafa byggt upp at­vinnu­líf þjóðar­inn­ar og skilað miklu til sam­fé­lags­ins. Í mínu til­felli var ég virk­ur þátt­tak­andi í að byggja upp ferðaþjón­ust­una. Við byggðum líka upp líf­eyr­is­sjóðakerfið sem stjórn­völd hafa með kjafti og klóm reynt að ræna okk­ur og eru at­vinnu­rek­end­ur helstu aðstoðar­menn stjórn­valda í þeim verknaði.

At­vinnu­rek­end­ur sigla und­ir fána hús­bónda­valds­ins, orð sem fyr­ir löngu ætti að vera horfið úr ís­lenskri tungu. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir á al­menna vinnu­markaðinum voru stofnaðir af vinn­andi hönd­um og greiddu sjóðsfé­lag­ar bæði fram­lag sitt og hið svo­kallaða fram­lag at­vinnu­rek­enda og eru þeir því í 100% eigu fólks­ins. Því eiga sjóðsfé­lag­ar að stýra þeim. Stjórn­völd og at­vinnu­rek­end­ur eiga ekk­ert er­indi inn í líf­eyr­is­sjóðina.

Annað dæmi er fram­kvæmda­sjóður aldraðra sem við greiðum í með skött­um okk­ar og ætlaður var til að byggja upp dval­ar­heim­ili aldraðra. Hon­um hef­ur verið rænt til annarra verka.

Í þessu ligg­ur stór hluti af vand­an­um, stjórn­völd beita skerðing­um til að hrifsa til sín þær krón­ur sem við fáum greidd­ar úr líf­eyr­is­sjóðunum, skerðing­arn­ar eru allt upp í rúm 70% af tekj­um fólks. Ísland greiðir minnst allra OECD-landa í laun eldri borg­ara eða um 2,6% af vergri lands­fram­leiðslu. Meðaltal OECD-land­anna er 7%. Ísland þarf að efla kjör eldra fólks veru­lega til að vera á pari við Dani sem borga 8%.

Látið ekki blekkj­ast af fag­ur­fræði eins og hjá sjálf­stæðismönn­um sem eru að byggja upp kerfi sem eng­inn skil­ur.

Við vilj­um að komið sé fram við eldri borg­ara og ör­yrkja eins og aðra þjóðfé­lagsþegna, annað er einelti sem ekki verður liðið.

Brjót­um múra, bæt­um kjör­in!

Hætt­um að skatt­leggja fá­tækt!

Ger­um efri árin að gæðaár­um!

Kjós­um X-F

Wil­helm Wessman – 2.sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.

Deila