Stjórnvöld hafa svikið leigjendur

„Það er rangt að sjá hús­næði ein­göngu sem tæki­færi til að græða pen­inga því að mann­rétt­indi fólks sem þurfa á slíku hús­næði að halda hljóta að vega meira, það er ef við erum mann­eskj­ur.“

Þetta sagði Helga Þórð­ar­dóttir vara­þing­maður Flokks fólks­ins undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún benti á að ekki væru til lög á Íslandi sem skapa leigj­endum jafn­ræði við leigu­sala. „Í nágranna­lönd­unum eru til slík lög. Þar fara fram samn­inga­við­ræður um hækkun á leigu einu sinni á ári milli leigu­sala og stétt­ar­fé­lags leigj­enda. Þar verða leigusalar að rök­styðja hækkun með til­vísun í raun­kostn­að­ar­hækk­an­ir. Aðilar þurfi að kom­ast að sam­komu­lag­i.“

„Að hafa þak yfir höf­uðið eru mann­rétt­indi“

Helga sagði að til væru dæmi frá Sví­þjóð þar sem mun­aði 12 sænskum krónum á mán­uði „sem olli því að æðra dóm­stig varð að skera úr um milli aðila, en 12 sænskar krónur eru 160 íslenskar krón­ur“.

„Að hafa þak yfir höf­uðið eru mann­rétt­indi. Leigj­endur eiga það ekki skilið að vera auð­lind þeirra sem eiga að minnsta kosti tvennt af öllu. Stjórn­völd hafa svikið leigj­end­ur, þeir eru jað­ar­settir og eru alger­lega ber­skjald­aðir fyrir henti­stefnu leigu­sala sem ákveða leigu ein­hliða. Það er rangt að sjá hús­næði ein­göngu sem tæki­færi til að græða pen­inga því að mann­rétt­indi fólks sem þurfa á slíku hús­næði að halda hljóta að vega meira, það er ef við erum mann­eskj­ur.

Lög­gjaf­inn verður að semja lög sem skapa jafn­ræði milli leigj­enda og leigu­sala. Það verður að koma böndum á óhefta hækkun á leigu sem býr til enn meiri fátækt. Á meðan þau lög eru ekki til­búin verða að koma til beinar aðgerðir stjórn­valda sem stöðva brjál­semi óhefts mark­aðar sem stjórn­ast í dag af græðgi ein­stak­linga, sem veldur mörgum fjöl­skyldum og börnum þeirra mik­illi óham­ingju. Því verður strax að linna,“ sagði hún að lok­um.

Deila