Sunnudagskaffið mætt á ný !

Kæru félagar og vinir.

Loksins, loksins getum við farið að koma saman á ný og nú í nýjum heimkynnum Flokks Fólksins. Fyrsta sunnudags-samveran okkar í allt of langan tíma verður nú á sunnudaginn 16. Maí og hefst á slaginu kl. 14.00.Við erum flutt í fyrrverandi aðsetur Borgarbókasafnsins sem er á neðri hæðum Grafarvogskirkju, Fjörgyni 1. Næg bílastæði á efra bílaplani kirkjunnar. Einnig eru fjögur stæði fyrir fatlaða við innganginn okkar og hvetjum við alla til að virða það, að þau eru einungis ætluð þeim sem eiga erfiðara með gang.

Við sinnum sóttvörnum af alúð og mætum öll ofurhress með grímuna og góða skapið.

Flokkur Fólksins

Deila