Sýndarveruleiki félags- og vinnumarkaðsráðherra

Ell­efu þúsund eldri borg­ar­ar eru í neðstu þrem­ur tekju­tí­und­un­um, þar af sex þúsund í sárri fá­tækt. Stjórn­völd halda vís­vit­andi til streitu al­var­leg­um skorti á hjúkr­un­ar­rým­um. Full­orðið fólk dag­ar uppi á Land­spít­ala löngu eft­ir að það er til­búið til út­skrift­ar. Það á ekki í nein hús að venda. Kjaragliðnun á launa­kjör­um allra al­manna­trygg­inga held­ur áfram, kjaragliðnun sem nálg­ast 100.000 kr. á mánuði ef litið er aft­ur til efna­hags­hruns­ins 2008. Fá­tækt, skerðing­ar og van­v­irðing eru slag­orð stjórn­valda þegar kjör aldraðra eru ann­ars veg­ar.

Tutt­ugu og fimm þúsund króna skerðing­ar­mörk­in sem eru við líf­eyr­is­sjóðsgreiðslur eldra fólks hafa ekki breyst í rúm tíu ár. Hvort sem um að ræða óðaverðbólgu eða brjálæðis­vexti á þess­um tíma, þá hunsa stjórn­völd ávallt neyðaróp fá­tækra. Það er nöt­ur­legt að þurfa að viður­kenna að Ísland skrap­ar botn­inn meðal allra OECD-ríkj­anna hvað lýt­ur að fjár­magni sem veitt er til heil­brigðisþjón­ustu. Það er ótr­lú­leg hræsni að hlusta á alþing­is­menn mæra vel­ferð eldra fólks und­ir kjör­orðinu „það er gott að eld­ast“ þegar staðreynd­in er sú að þúsund­ir aldraðra mega lepja dauðann úr skel í sýnd­ar­veru­leika­heimi fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra og fylgi­tungla hans.

Í októ­ber 2023 var Lands­sam­band eldri borg­ara með málþing um kjör eldra fólks á Hilt­on Reykja­vík Nordica. Þar talaði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra dig­ur­barka­lega um hvað hann hefði og væri að gera margt frá­bært fyr­ir aldraða. Á Íslandi væri gott að eld­ast! Eft­ir þessa sjálfs­upp­hefð ráðherr­ans spurði ég gesti fund­ar­ins, sem troðfylltu sal­inn, hvort þeir þekktu á eig­in skinni allt það já­kvæða sem þeir hefðu fengið til sín í kjöl­far gæsku ráðherr­ans. Það er skemmst frá því að segja að eng­inn þeirra, ekki einn ein­asti, hafði orðið var við neitt slíkt.

Eitt af þeim „stóru“ verk­um sem fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra stær­ir sig af eru tveir sím­svar­ar á is­land.is sem hann tel­ur rétt­læta það að ganga gegn ein­róma vilja Alþing­is í júní 2021 um að komið yrði á fót embætti hags­muna­full­trúa eldra fólks. Hags­muna­full­trúa sem hefði það hlut­verk að tryggja vel­ferð aldraðra í hví­vetna með því t.d. að kort­leggja stöðu þeirra fé­lags­lega, fjár­hags­lega, heilsu­fars­lega o.s.frv. Ég ein­fald­lega fæ ekki skilið hvernig ráðherra get­ur mögu­lega lít­ilsvirt lög­gjaf­ar­valdið með þeim hætti sem hann ger­ir og mun ég leita svara við því.

Eldra fólk hef­ur fengið nóg af því að hlusta á ráðherra af­saka svik­in lof­orð. Það hjálp­ar eng­um að skipa enda­laus­ar nefnd­ir, ráð og stýri­hópa til þess að skrifa fal­leg­ar klaus­ur á papp­ír. Flokk­ur fólks­ins krefst raun­veru­legra aðgerða!

Deila