Sýnishorn

„Við erum öll eldri borgarar“

 

Herferðin snýr beint að eldri borgurum og þeirra málefnum en hvetur einnig yngra fólkið til þess að setja sig í spor þeirra og minna á að við stöndum öll saman að bættum lífskjörum, óháð aldri.

“Við erum öll eldri borgarar” er setning sem lætur taka eftir sér, stoppar þann sem þýtur hratt framhjá auglýsingunni og fær viðkomandi til þess að hugsa. Myndmálið og textinn svarar síðan spurningunni samstundis sem verður til. Það kemst enginn hjá því að eldast og þegar við búum um eldri kynslóðina þá erum við að búa um okkar eigin framtíð í leiðinni. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman um góð lífskjör fyrir alla. 

Þegar fólk smellir á borðann er það flutt yfir á lendingarsíðu á flokkurfolksins.is þar sem við tíundum helstu málefnin sem snúa að eldri borgurum.

Herferðina er hægt að birta sem vefborða, skjáauglýsingu og myndbandsauglýsingu. Það býður upp á birtingar í sjónvarpi, samfélagsmiðlum og öllum helstu vefmiðlum landsins.