Þeir verst settu bíða enn

Rík­is­stjórn­in hef­ur viðhaldið þeim stórfurðulega, bútasaumaða óskapnaði sem al­manna­trygg­inga­kerfið er orðið að. Kerfi sem rík­is­stjórn­ir síðustu ára­tuga hafa komið á, viðhaldið og gert vilj­andi svo flókið að bara tölva get­ur reiknað út keðju­verk­andi skerðing­ar til þeirra verst settu og sent þau beint í sára­fá­tækt? Á sama tíma borga þeir sem grætt hafa á tá og fingri á sam­eig­in­leg­um auðlind­um þjóðar­inn­ar lítið sem ekk­ert í skatt af of­ur­gróðanum. Ekki er króna tek­in af þeim í skerðing­ar eða keðju­verk­andi skerðing­ar af millj­arðagróðanum.

Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar til næstu fjög­urra ára kem­ur skýrt fram að kjör þeirra sem hafa það einna verst í al­manna­trygg­inga­kerf­inu munu versna enn meira ef sama rík­is­stjórn verður áfram við völd eft­ir kosn­ing­ar. Eng­ar leiðrétt­ing­ar eru á kjaragliðnun und­an­far­inna ára, kjaragliðnun sem er nú orðin 50%. Það er sú hækk­un sem þeir sem eru á al­manna­trygg­inga­laun­um eiga inni. Þá er ótal­in sú skatta­hækk­un sem orðið hef­ur með því að per­sónu­afslátt­ur hef­ur ekki fylgt launaþróun í land­inu. Rík­is­stjórn­in setti aft­ur á krónu á móti krónu skerðing­ar. Hvers vegna? Bara til að geta skattað og skert verst settu elli­líf­eyr­isþeg­ana í sára­fá­tækt, svo þeir eigi enn síður fyr­ir mat eða lyfj­um.

Það var sagt fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að nú væri tími þeirra verst settu í okk­ar sam­fé­lagi kom­inn, þess­ir hóp­ar gætu ekki beðið leng­ur. En þeir bíða enn. Rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn hef­ur byggt upp þetta öm­ur­lega al­manna­trygg­inga­kerfi og viðhaldið því með aukn­um skerðing­um, sett inn þúsund krón­ur í keðju­verk­andi skerðinga­kerfið sem renna í gegn­um vasa ör­yrkja og eldra fólks og beint aft­ur í rík­is­sjóð. Það eina sem er eft­ir eru smáaur­ar í vasa þeirra verst settu ef það fólk er svo heppið.

Heil­brigðis­kerfið er á ystu nöf, biðlist­ar lengj­ast, mönn­un­ar­vandi og kuln­un í starfi er að verða stórt vanda­mál og þá hef­ur ekki enn verið samið við sjúkraþjálf­ara og tal­meina­fræðinga. Þá skora lækn­ar einnig á stjórn­völd að standa við nauðsyn­leg­ar aðgerðir og úr­bæt­ur í heil­brigðis­kerf­inu. Þá eru hjúkr­un­ar­heim­il­in einnig kom­in á ystu nöf vegna fjár­skorts og áhyggju­laust ævikvöld fjar­læg­ur draum­ur.

Börn eiga ský­laus­an rétt á nauðsyn­legri þjón­ustu og það er fá­rán­legt að um 1.000 börn séu á biðlista eft­ir þjón­ustu. Eitt barn á bið er einu barni of mikið. Geðheilsa barna og ung­menna á að vera for­gangs­mál. Börn í sára­fá­tækt, eldri borg­ar­ar í sára­fá­tækt, at­vinnu­laus­ir, lág­launa­fólk í sára­fá­tækt. Er ekki kom­inn tími á sann­girni og rétt­læti handa öll­um, að all­ir séu jafn­ir fyr­ir lög­um og njóti mann­rétt­inda og þá ekki síst að börn­um sé tryggð sú vernd og umönn­un sem vel­ferð þeirra krefst?

Flokk­ur fólks­ins seg­ir; út­rým­um strax fá­tækt og fólkið fyrst, svo allt hitt.

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son

Deila