Þekkir „verkjafangelsisofbeldið“ á biðlista af eigin raun

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins segir að það að bryðja 15 til 20 töflur á dag á biðlista eftir aðgerðum svo mán­uðum eða árum skiptir sé ofbeldi af verstu gerð.

Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þings­ins á Alþingi síð­ast­lið­inn mið­viku­dag.

Þing­mað­ur­inn gerði að umtals­efni dóm Hér­aðs­dóms Reykja­víkur þar sem hann sýkn­aði Sjúkra­trygg­ingar og ríkið af kröfu konu sem krafð­ist þess að fá greitt 1.200 þús­und krónur með drátt­ar­vöxtum auk máls­kostn­aðar fyrir það að fara í aðgerð hjá Klíník­inni í Ármúla.

„Hún má fara í þrisvar sinnum dýr­ari aðgerð erlendis en komst ekki vegna COVID-19. Lög­maður hennar segir þetta brot á mann­rétt­inda­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í Morg­un­blað­inu í morgun kemur einnig fram að Sjúkra­trygg­ingar sam­þykktu að konan mætti leita sér með­ferðar innan EES-­svæð­is­ins en ekki hjá Klíník­inni í Ármúla vegna samn­ings­leysis um greiðslu­þátt­töku í með­ferð hjá þeim.

Þá er bent á að íbúar ann­arra landa Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins virð­ast njóta betri réttar hér á landi en íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Þeir geta komið hingað og farið í aðgerð á Klíník­inni og fengið hana greidda hjá sínum opin­beru sjúkra­trygg­ingum en ekki íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Þau hjá Klíník­inni eru nógu góð til að laga og hjálpa til á Land­spít­al­anum vegna COVID-19, og það með sam­þykki rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en þau eru ekki boð­leg til að binda enda á fjár­hags­leg­ar, and­legar og lík­am­legar pynd­ingar hjá þjáðu og illa veiku fólki,“ sagði hann.

Grimmi­leg refs­ing fyrir að slasast eða veikj­ast

Guð­mundur Ingi sagði enn fremur að það eina sem í boði væri hjá rík­is­stjórn­inni væri að þetta fólk bryddi rót­sterk verkja­lyf, þ.e. ópíóíða sem gerði það jafn­vel að fíklum eða öryrkjum fyrir lífs­tíð.

„Að bryðja 15 til 20 töflur á dag á biðlista eftir aðgerðum svo mán­uðum eða árum skiptir og þar af tvær til þrjár töflur vegna auka­verk­ana af verkja­lyfjum er ofbeldi af verstu gerð,“ sagði hann og bætti því við að hann þekkti af eigin raun „verkjafang­els­is­of­beld­ið“ á biðlista, sem væri ótrú­lega grimmi­leg refs­ing fyrir það eitt að slasast eða bara veikjast, og hvað þá ef fólk væri með fjöl­skyldur og börn.

„Og fólk sem er í fullri vinnu er að detta út af vinnu­mark­aðn­um. Mann­rétt­indi, jafn­rétti og jafn­ræði eru fótum troðin í þessu máli og rík­is­stjórn­inni ber að stöðva þetta ofbeldi strax,“ sagði hann að lok­um.

Deila