Þurfa öryrkjar að borða minna.. ?

„Nú mun­ar 70.000 krón­um á mánuði á lág­marks­laun­um og líf­eyri. Eft­ir næstu launa­hækk­an­ir stefn­ir í að mun­ur­inn fari upp í 86.000 krón­ur á mánuði,“ sagði Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, á þingi. Hann vísaði í álykt­un aðal­fund­ar Öryrkja­banda­lags­ins um kjör ör­yrkja og sagði að gjá­in milli ör­orku­líf­eyr­is og lág­marks­launa væri enn að aukast.

Guðmund­ur sagðist hrein­lega ekki átta sig á því hvernig rík­is­stjórn­in gæti reiknað það út að ör­yrkj­ar þyrftu þetta miklu minna til fram­færslu en lág­launa­fólk.

Hristi haus­inn yfir svör­um ráðherra
 

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, sagði að þegar bæt­ur al­manna­trygg­inga væru til umræðu yrði að hafa í huga að þær séu alla jafna bundn­ar við vísi­tölu þannig að þær breyt­ast.

„Þó að þingmaður­inn hristi haus­inn er það þannig að í fjár­lög­um hvert ár ger­um við ráð fyr­ir því að stofn­inn þar hækki á þeim grunni,“ sagði Ásmund­ur en Guðmund­ur var ekki ánægður með svar ráðherra.

Ásmund­ur seg­ir að stjórn­völd hafi bætt í fjár­magni sem meðal ann­ars var ætlað til að draga úr krónu á móti krónu skerðing­um. Í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár sé gert ráð fyr­ir 1,1 millj­arði til að bæta stöðu þessa hóps. 

„Þegar það allt sam­an er tekið tel ég að með því séum við að bæta kjör þessa hóps og ég vona að þingmaður­inn sé sam­mála mér um að margt af því séu já­kvæðar aðgerðir,“ sagði ráðherra.

„Ég held að hangið sé á pró­sentu­hækk­un­um og verðlags­breyt­ing­um á miklu sterk­ari og stærri hækj­um en ég er með,“ sagði Guðmund­ur Ingi. Hann sagði að rík­is­stjórn­in gæti breytt þessu ef vilj­inn væri fyr­ir hendi.

Guðmund­ur Ingi sagði það óskilj­an­legt að ör­yrkj­ar eigi að lifa á 70-80 þúsund krón­um minna á mánuði en lægstu laun eru. „Hvers vegna? Hvað er það í fari þeirra sem ger­ir það að verk­um að þeir eigi að lifa af þessu? Ég vil fá svar við því: Af hverju í ósköp­un­um þarf að mis­muna fólki svona?“

Ásmund­ur sagði að áhersla hefði verið lögð á breyt­ing­ar sem miða að því að breyta end­ur­hæf­ing­ar­kerf­inu vegna þess að það þurfi að draga úr ný­gengi ör­orku. 

 

Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og varaformaður flokks fólksins

Deila