Þúsundir barna lifa við fátækt

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins segir að Ísland sé eitt rík­asta sam­fé­lag í heimi og það sé rík­is­stjórn­inni til hábor­innar skammar að hafa þús­undir barna í fátækt.

Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Nefndi hann að á mál­þingi Vel­ferð­ar­sjóðs barna um barna­fá­tækt í húsa­kynnum Íslenskrar erfða­grein­ingar um liðna helgi hefði komið fram sú spurn­ing hvort Íslend­ingar hefðu yfir höfuð efni á því að hafa börn í fátækt.

Skóla­mál­tíð­ir, leik­skól­ar, tann­rétt­ing­ar, fót­bolta­æf­ingar og tón­list­ar­nám ætti að vera gjald­frjálst

„Spurn­ing­arnar voru um hvort eðli­legt væru að rukka börn fyrir skóla­mál­tíð­ir, leik­skóla, tann­rétt­ing­ar, fót­bolta­æf­ingar eða tón­list­ar­nám. Auð­vitað á þetta allt að vera gjald­frjálst fyrir börnin og for­eldra þeirra sem eiga auð­vitað að fá þau laun og/eða líf­eyr­is­laun sem eru mann­sæm­andi og vel yfir fátækt­ar­mörk­um.

Við erum eitt rík­asta sam­fé­lag í heimi og það er rík­is­stjórn­inni til hábor­innar skammar að hafa þús­undir barna í fátækt. Súlu­rit, köku­rit, línu­rit, enda­lausar tölur um vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerfið verður að stöðva strax og sjá til þess í eitt skipti fyrir öll að engin fjöl­skylda á Íslandi lifi undir fátækt­ar­mörk­um, hvað þá við sára­fá­tækt. Að barn fái ekki lækn­is­þjón­ustu og bíði svo mán­uðum eða árum skiptir á biðlista á ekki að eiga sér stað í sið­mennt­uðu sam­fé­lagi þar sem mann­rétt­indi eiga að vera í fyr­ir­rúmi,“ sagði hann.

Guð­mundur Ingi vís­aði í orð tals­manna rík­is­stjórn­ar­innar að þeir sem búa til fátækt væru svo fáir. „Hvers vegna gera þeir þá ekk­ert? Er í lagi að börn séu lík­am­lega, and­lega og félags­lega svelt, bara af því að þau eru svo fá? Þetta eru þús­undir barna. Er eðli­legt að skerða barna­bætur við lægstu líf­eyr­is­laun frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins sem eru vel undir fátækt­ar­mörk­um? Hvers vegna? Heldur rík­is­stjórnin að með því komi hún í veg fyrir að fátækt fólk eign­ist börn? Á þetta að vera fæl­ing­ar­mátt­ur? Jað­ar­sett fjöl­skylda með börn úti í horni vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerf­is­ins er okkur hér á Íslandi til hábor­innar skammar,“ sagði hann að lok­um.

Deila