Til þess fallið að misskilja

Ég varð virki­lega undr­andi og ef satt skal segja döp­ur þann 7. sept­em­ber þegar ég opnaði Stund­ina og sá fyr­ir­sögn­ina „Til­lög­ur Flokks fólks­ins í skatt­mál­um kosta rík­is­sjóð á ann­an hundrað millj­arða.“ Ég róaðist þó fljót­lega þegar ég las grein­ina enda full­yrðing­ar um kostnað upp á hundruði millj­arða ekki fengn­ar úr til­lög­um Flokks fólks­ins. Það kem­ur mér yf­ir­leitt ekki á óvart að lesa óvandaða og falska um­fjöll­un um mál Flokks fólks­ins, en mín reynsla af frétt­um Stund­ar­inn­ar hef­ur hingað til verið já­kvæð. Því vil ég trúa, að hér hafi ein­ung­is verið um mis­skiln­ing að ræða sem ég finn mig knúna til að leiðrétta.

Í grein Stund­ar­inn­ar er ýjað að því að til­lög­ur Flokks fólks­ins myndu ganga langt með að setja rík­is­sjóð á haus­inn. Vísað er í svör fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn um hvað það myndi kosta að hækka skatt­leys­is­mörk upp í 350.000 kr. á mánuði með flatri hækk­un á alla launaþega. Flokk­ur fólks­ins hef­ur aldrei lagt fram slík­ar til­lög­ur. Aldrei!

Við höf­um alla tíð talað um að taka upp fallandi per­sónu­afslátt sem myndi tryggja lág­launa­fólki 350.000 kr. skatt­leys­is­mörk með til­færslu inn­an skatt­kerf­is­ins. Há­launa­fólk myndi hafa lægri per­sónu­afslátt en lág­launa­fólk hærri. Per­sónu­afslátt­ur­inn myndi þannig tryggja lág­launa­fólki 350.000 kr. skatt­leys­is­mörk, en eft­ir því sem tekj­ur aukast lækka skatt­leys­is­mörk viðkom­andi. Í ein­földu máli vill Flokk­ur fólks­ins lækka per­sónu­afslátt­inn hjá þeim sem hafa háar tekj­ur en hækka hann hjá þeim sem eru með tekj­ur und­ir meðallaun­um.

Með þess­ari til­færslu í skatt­kerf­inu er hægt að hækka skatt­leys­is­mörk hjá þeim sem hafa lægstu laun­in. Hægt að taka utan um þá sem eru múraðir inn í ramm­gerðum fá­tækt­ar­gildr­um og það án þess að kostnaður ríkissjóðs við slíka aðgerð verði umfangsmikill. Þessi aðgerð myndi t.d. lækka skatta hjá lág­tekju­fólki tölu­vert meira en nýja lág­tekju­skattþrepið sem rík­is­stjórn­in kynnti í lok árs­ins 2019 og hæl­ir sér hvað mest af. Skatta­lækk­un sem skilaði fá­tæku fólki aðeins nokk­ur þúsund krón­um á mánuði. En það sem dapr­ara er það skilað þeim ríku því sama og kostaði rík­is­sjóð vel yfir 20 millj­arða króna.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur margoft rætt um og einnig mælt fyr­ir mál­inu á Alþingi, margoft skrifað greina­gerðir um það og fengið sér­fræðinga til að vinna skýrsl­ur því sam­hliða. Allt þetta er sjá­an­legt á heimasíðu Alþing­is, alt­hingi.is Það er virki­lega miður að fréttamaður Stund­ar­inn­ar dragi fram kostnaðartöl­ur vegna ein­hvers allt ann­ars en Flokk­ur fólks­ins legg­ur til. Þess vegna finn ég mig knúna til að leiðrétta þenn­an leiða mis­skiln­ing.

Inga Sæland

Deila