Tímamóta samkomulag undirritað í dag

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunar munu einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.
 
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra:
„Þetta er risasigur, þetta er búið að sitja á hakanum í einhver ár. Ég ætla bara ekki að lýsa því hvað ég er ánægð með að við séum búin að skrifa undir þetta samkomulag.“
 
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra:
„Það skiptir sköpum að tryggja börnum með flókinn vanda nauðsynlega meðferð og stuðning, og mér finnst ómetanlegt að þetta sé nú loks tryggt.“

Samkomulagið er mikið fagnaðarefni þar sem það skýrir með skýrari hætti hvernig beri að skipta ábyrgð í málefnum barna með fjölþættan vanda, verkefni sem reynst hefur mörgum sveitarfélögum krefjandi. Jafnframt er ánægjulegt að þetta samkomulag leysi úr stöðnun í uppbyggingu hjúkrunarheimila og auðveldi samskipti ríkis og sveitarfélaga á því sviði. Með undirritun samninganna er togstreitunni, sem áður ríkti um þessi mikilvægu mál, ýtt til hliðar og þeir endurspegla skýran vilja ríkisstjórnarinnar til að efla og styrkja samstarf ríkis og sveitarfélaga.

Deila