Kominn tími á nýjar lausnir

Ég hef margoft gagn­rýnt þá rör­sýn sem birt­ist í glóru­laus­um vaxta­hækk­un­um sem einu aðgerðunum gegn verðbólgu.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur lagt fram marg­ar til­lög­ur til að hemja verðbólgu eins og t.d. tíma­bundna fryst­ingu verðtrygg­ing­ar á leigu og lán­um, aft­ur­köll­un á lækk­un banka­skatts og leigu­bremsu, til að hamla gríðarleg­um hækk­un­um á stjórn­laus­um leigu­markaði, svo nokkuð sé nefnt.

Á ekk­ert af þessu hef­ur verið hlustað; rík­is­stjórn­in er með rör­sýn á ein­stefnu til glöt­un­ar.

Af­leiðing­in af því er að nú á sér stað gríðarleg eigna­til­færsla þar sem fjár­mun­um heim­ila og fyr­ir­tækja er beint á færi­bandi til bank­anna í formi vaxta­greiðslna, und­ir því yf­ir­skini að verið sé að berj­ast gegn verðbólgu.

Eng­inn vill ræða þá staðreynd að bank­ar og líf­eyr­is­sjóðir, sem stærstu fjár­magnseig­end­ur lands­ins, geta, eins og þeir hafa margoft gert, haft gríðarleg áhrif á verðbólgu á Íslandi.

Það er því gjör­sam­lega glóru­laust að hags­munaaðilar eins og bank­ar og líf­eyr­is­sjóðir hagn­ist með bein­um hætti á verðbólgu og for­gangs­atriði að koma í veg fyr­ir að verðbólga færi ekki sjálf­krafa fjár­muni heim­il­anna í þeirra fjár­hirsl­ur.

Þvert á móti þarf að skapa hvata fyr­ir þá til að halda verðbólgu niðri.

Í síðustu viku skrifuðum við Ragn­ar Þór formaður VR grein þar sem viðruð var hug­mynd um tíma­bund­inn „þrepa­skipt­an skyldu­sparnað“ sem ætti að koma í stað vaxta­hækk­ana, til að hamla þenslu og minnka ráðstöf­un­ar­fé heim­il­anna sem er yf­ir­lýst­ur til­gang­ur þeirra.

Að sjálf­sögðu þyrfti að vanda út­færslu en grund­vall­ar­atriðið er að þessi skyldu­sparnaður væri þrepa­skipt­ur og að aldrei á nokkr­um tíma­punkti ætti að leggja þess­ar álög­ur á þau sem minnst­ar hafa tekj­urn­ar því aldrei á að skatt­leggja fá­tækt!

Þvert á móti myndi þessi skyldu­sparnaður hafa mest áhrif á þau sem mest­ar hafa tekj­urn­ar. Því er ein­mitt öf­ugt farið með vaxta­hækk­an­ir því þær leggj­ast þyngst á þá sem minnst hafa og mest skulda, eins og t.d. fyrstu kaup­end­ur.

Þrepa­skipt­ur skyldu­sparnaður myndi þýða mikið lægri álög­ur á heim­il­in, ná betri ár­angri en vaxta­hækk­an­ir og ná að slá á neyslu þeirra tekju­hæstu ásamt því að hlífa þeim tekju­lægstu.

Þegar síðan væri þörf á inn­spýt­ingu í hag­kerfið myndu þess­ir fjár­mun­ir skila sér aft­ur til heim­il­anna, í stað þess að fita bara bank­ana.

Þessi til­laga væri mik­il­væg­ur liður í því að skapa hvata fyr­ir bank­ana til að halda verðbólgu niðri, auk þess að stuðla að ábyrg­ari pen­inga­mála­stjórn­un varðandi pen­inga­magn í um­ferð og fleira sem hef­ur áhrif á verðbólg­una.

Að sjálf­sögðu þarf að vanda út­færsl­una, en í grunn­inn má segja að það er ALLT betra en nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag og kom­inn tími á nýj­ar lausn­ir.

 

Deila