Tommi Tómasson gefur kost á sér fyrir Flokk fólksins

Tómas Andrés Tómasson

Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Hamborgarabúllunni fer í framboð fyrir Flokk Fólksins í næstu alþingiskosningunum.

„Það sem ég hef fram að færa er áratuga reynsla af atvinnurekstri og framkvæmdum. Að auki hef ég yfir 50 ára reynslu i ferðaiðnaðinum sem er orðin ein af undirstöðum atvinnu- og gjaldeyristekna samfélagsins.

Ég vel Flokk fólksins þar sem hugsjónarmál mín eiga fullkomna samleið með baráttumálum flokksins. Til dæmis kjör öryrkja, eldriborgara og einstæðra foreldra, þar sem ég er eldriborgari sjálfur og einstæður faðir.

Markmið mitt er að útrýma fátækt, styðja við bakið á þeim sem minna mega sín og starfa eftir heiðarleika og kærleika.

Fólkið fyrst, svo allt hitt!“

Deila