Íkjölfar fjármálakreppunnar 2008 tók við svo kölluð „velferðarstjórn“ Samfylkingarflokksins og Vinstrihreyfingar – græns framboðs, á árunum 2009 til 2013. Það var þá sem skerðingin „króna á móti krónu“ var lögfest. Króna á móti krónu skerðing felur í sér að lífeyrir almannatrygginga skerðist um krónu fyrir hverja krónu sem lífeyrisþegi aflar sér, sem dregur verulega úr hvata lífeyrisþega til að afla eigin tekna. Með einu pennastriki tókst „velferðarstjórninni“ að festa verst settu þjóðfélagsþegnana, öryrkja og eldri borgara í fátæktargildru.
Kórónuveiran og efnahagslegar af leiðingar hennar stefna Íslandi í aðra kreppu. Kosið verður til Alþingis á næsta ári og samkvæmt því sem kemur fram í fjölmiðlum og samtölum við áhrifaríkt fólk í stjórnmálum munu Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – „grænt framboð“ reyna að mynda „Reykjavíkurstjórn“ með Pírötum og Viðreisn. Í því samhengi er mikilvægt fyrir aldraða og öryrkja að velta því fyrir sér hvað það mun þýða fyrir réttlætisbaráttu þeirra um betri kjör. Munu þau þurfa að líða frekari skerðingar undir slíkri ríkisstjórn?
Árásir „velferðarstjórnarinnar“ gegn fátæku fólki hafa lítið verið til umræðu á Alþingi. Í júní 2019, gagnrýndi formaður Flokks fólksins ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir krónu á móti krónu skerðinguna. Viðbrögð þingmanns VG var að hundskamma samtök öryrkja og aldraðra, ásamt þingmanni Flokk fólksins, sem þó fór með rétt mál. Þingmaður Flokks fólksins var sakaður um að virða ekki kynsystur sína, Jóhönnu Sigurðardóttur, en erfitt er að sjá hvernig það skipti máli hvort verið sé að gagnrýna aðila af sama kyni eða hinu gagnstæða þegar umræðan snýst um skerðingar almannatrygginga. Í lok ræðu þingmanns VG mátti heyra nokkra þingmenn Samfylkingar segja „heyr, heyr“. Þessir flokkar sjá því greinilega ekki eftir sínum hlut í því að lögfesta þessar skerðingar á þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu.
Spyrja má hvort af komendur „velferðarstjórnarinnar“ séu úlfar í sauðargæru.