Um 65.000 krónu lækkun á mánuði

Rík­is­stjórn­in sló sitt eigið heims­met í lág­kúru með fá­rán­legu fjár­hags­legu of­beldi gegn öldruðu og veiku fólki rétt fyr­ir jól.

Þau áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skjóli næt­ur að fella brott per­sónu­afslátt aldraðs fólks á eft­ir­laun­um og ör­yrkja á líf­eyr­is­laun­um sem búa er­lend­is sýn­ir svart á hvítu ein­beitt­an fjár­hags­leg­an of­beld­is­hug henn­ar til þeirra sem reyna að lifa af í bútasaumuðu al­manna­trygg­inga­kerfi þeirra.

Stór hluti þeirra sem reyna að lifa af í þessu öm­ur­lega keðju­verk­andi skerðing­ar­kerfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar býr við fá­tækt og einnig í sára­fá­tækt í henn­ar boði.

Þeim sem hafa gef­ist upp á því að búa hér á landi í þeirra öm­ur­lega boði í áfram­hald­andi fá­tækt og eymd og flutt utan í leit að betra lífi er þegar refsað fyr­ir það grimmi­lega í skerðing­ar­kerf­inu. Við það að búa er­lend­is er tek­in af ör­yrkj­um og öldruðum t.d. heim­il­is­upp­bót, ald­urs­upp­bót, fram­færslu­upp­bót og upp­bót vegna rekstr­ar bif­reiðar.

Eru ekki all­ir jafn­ir fyr­ir lög­um og er það ekki brot á stjórn­ar­skrá að mis­muna fólki? Er hægt að mis­muna fólki með því að af­nema per­sónu­afslátt­inn af greiðslum frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins en ekki af launa- eða líf­eyr­is­sjóðstekj­um annarra sem búa er­lend­is?

Hvað með þá sem fá borgað bæði frá TR og líf­eyr­is­sjóði og eru með skatt­kortið og þá per­sónu­afslátt­inn hjá líf­eyr­is­sjóðnum en ekki TR? Er þá bara tek­inn per­sónu­afslátt­ur­inn af þeim sem eru með hann hjá TR?

Það er auðvitað ósköp skilj­an­legt að þetta fjár­hags­lega of­beldi hafi orðið til í fjár­málaráðuneyti og það í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins, en hvar voru Fram­sókn og Vinstri-græn þegar þessi óskapnaður var lagður fram? Var þetta gert með samþykki þeirra og vissi fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra um þetta og samþykkti hann þetta mót­báru­laust?

Fyr­ir ráðherra og okk­ur alþing­is­menn er per­sónu­afslátt­ur­inn ekki stór­mál og hef­ur ekki úr­slita­atriði á af­komu okk­ur, en það er hrein og klár aðför að um­rædd­um hópi aldraðra og ör­yrkja er­lend­is að svipta þá allt að 65.000 króna per­sónu­afslætti á mánuði í skjóli næt­ur í fjár­auka­lög­um.

Það fer núna fram end­ur­skoðun á al­manna­trygg­inga­lög­um er varðar mál­efni ör­yrkja og með svona vinnu­brögðum eiga ör­yrkj­ar ekki von á góðu. Hvað hef­ur aldrað og veikt fólk gert á hlut þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar sem rétt­læt­ir svona fjár­hags­legt of­beldi og það strax án allr­ar umræðu og/eða upp­lýs­ing­ar til þeirra?

Við í Flokki fólks­ins kom­um í veg fyr­ir að rík­is­stjórn­in samþykkti þessa eigna­upp­töku á per­sónu­afslætt­in­um með því að fá henni frestað um eitt ár. Á þessu ári mun­um við í Flokki fólks­ins gera allt til að stöðva þetta fjár­hags­lega of­beldi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við mun­um aldrei samþykkja svona vinnu­brögð gagn­vart öldruðu og veiku fólki. Aldrei.

Deila