Vantraust

Það er óhætt að segja að fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi rýrnað all­veru­lega á milli ára. Fyr­ir ári var fjár­mála­áætl­un einnig til umræðu á Alþingi. Ég ætla ekki að fjalla um hana en mig lang­ar til gam­ans að benda á hvernig aðhald rík­is­stjórn­ar­inn­ar birt­ist í verki. Aðhaldið og hagræðing­in birt­ist aðallega í því að fjár­mála­áætl­un­in hef­ur rýrnað milli ára, úr 422 blaðsíðum í 198. Þannig hef­ur það greini­lega vaf­ist fyr­ir þess­um þrem­ur fjár­málaráðherr­um sem komu að gerð henn­ar að sjóða hana sam­an.

Við skul­um at­huga að á gild­is­tíma fjár­mála­áætl­un­ar er áætlað að skuld­ir rík­is­sjóðs vaxi úr 1.790 millj­örðum kr. í 2.150 millj­arða fyr­ir árs­lok 2029 eða um 360 millj­arða kr. á fimm árum. Af skuld­um rík­is­ins greiðir rík­is­sjóður nú um 117 millj­arða kr. í vexti. Óhæf rík­is­stjórn ber ábyrgð á þeirri efna­hag­sóreiðu sem við nú glím­um við. Það er óum­deilt.

Mér er orðið flök­urt af ein­beitt­um vilja þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar í hreinni aðför að ör­yrkj­um og fötluðu fólki. Af 198 blaðsíðna framtíðar­sýn fjár­mála­áætl­un­ar næstu fimm árin skal m.a spara 10 millj­arða með því að fresta leiðrétt­ingu á kjör­um ör­yrkja um ára­mót­in. Kjör­um sem hafa setið eft­ir allt frá efna­hags­hrun­inu 2008. Ríf­lega 100 þúsund krón­ur vant­ar upp á mánaðargreiðslur til ör­yrkja svo þeir hafi fylgt launaþróun á tíma­bil­inu, líkt og lög kveða á um. Einnig er ráðist að fötluðu fólki sem starfar á vernduðum vinnu­stöðum. Ólög­fest­ur samn­ing­ur Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks kveði á um að þau eigi að fara á al­menn­an vinnu­markað. Það er rangtúlk­un á samn­ingn­um og hrein og klár árás á ör­yggi og vel­ferð fatlaðs fólks.

Það seg­ir allt sem segja þarf um þessa rík­is­stjórn að metnaður henn­ar skuli liggja í að níðast á þeim sem bág­ast standa í sam­fé­lag­inu. Það kem­ur reynd­ar ekki á óvart því þannig hef ég upp­lifað hana í þau tæpu sjö ár sem ég hef starfað sem alþing­ismaður.

Spill­ing, lög­brot, valdníðsla, vax­andi fá­tækt, versn­andi skuld­astaða heim­ila og fyr­ir­tækja í hárri verðbólgu og ok­ur­vaxtaum­hverfi, rýrn­andi kaup­mátt­ur og aðför að ör­yrkj­um, fötluðum og öldruðum. Innviðir sam­fé­lags­ins standa á brauðfót­um og hnign­ar dag frá degi. Það er sama hvert litið er nema ef vera skyldi hin styrka stoð fjár­málaelít­unn­ar sem fær að blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er rík­is­stjórn Íslands í hnot­skurn sem ein­beit­ir sér helst að því að koma verðmæt­um eig­um þjóðar­inn­ar til vina og vanda­manna en níðist á þeim sem þarfn­ast henn­ar mest. Þess vegna lagði ég fram van­traust á þessa rík­is­stjórn. Ég ein­fald­lega treysti henni ekki.

Deila