Verðbólgudraugurinn kominn á flug

Ég er langt frá því hissa á að verðbólgu­draug­ur­innn sé upp­vak­inn og kom­inn á flug. Það hef­ur verið ná­kvæm­lega sama hvernig við í Flokki fólks­ins höf­um hrópað og kallað í æðsta ræðupúlti lands­ins og kraf­ist for­varna fyr­ir heim­il­in. Tóm­læti rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­vart fyr­ir­liggj­andi vá og vanda heim­il­anna hef­ur verið al­gjört. Gam­all draug­ur kom­inn á stjá og fer nú ráns­hendi um óvar­in skuld­sett heim­il­in.

Það vita all­ir hvaða skelfi­legu af­leiðing­ar verðtryggð lán höfðu á skuld­sett heim­ili lands­ins í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008. Þar tvö­földuðust skuld­ir heim­il­anna á einni nóttu og hátt í 15.000 fjöl­skyld­ur misstu heim­ili sín.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur varað við því allt frá vor­mánuðum 2020 að verðbólg­an væri hand­an við hornið og því nauðsyn­legt að grípa til for­varnaaðgerða til vernd­ar heim­il­un­um ekki seinna en strax. Þegar þing­menn Flokks fólks­ins spurðu Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hins veg­ar hvort rík­is­stjórn­in hygðist grípa til aðgerða til að verja heim­il­in gegn al­var­leg­um af­leiðing­um verðbólg­unn­ar á verðtryggð lán heim­il­anna, svaraði ráðherra svo:

Ég hef bara þau svör núna að við sjá­um ekki fram á það á þess­ari stundu að okk­ur standi mik­il ógn af verðbólg­unni. Það er ekki gert ráð fyr­ir neinni óðaverðbólgu vegna geng­is­falls eða hækk­un­ar á er­lend­um mörkuðum.

Nú mæl­ist verðbólg­an 5,7% á árs­grund­velli og hef­ur farið stig­hækk­andi und­an­farið þrátt fyr­ir sam­hljóm grein­ing­araðila um að verðbólg­an myndi ekki ná sér á flug held­ur þvert á móti eins og ber­lega hef­ur komið í ljós.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur ít­rekað mælt fyr­ir frum­varpi um að frysta vísi­tölu verðtryggðra hús­næðislána og þannig vernda heim­il­in fyr­ir hörðustu áhrif­um verðbólgu. Við höf­um einnig lagt til að sam­hliða verði bannað að veita verðtryggð neyt­endalán. Hér er um ein­stak­lega mik­il­vægt mál að ræða sem nauðsyn­legt er að komi til fram­kvæmda strax. Kallað hef­ur verið eft­ir ná­kvæm­lega þess­ari aðgerð í ár­araðir, nán­ast síðan þessi ófögnuður var sett­ur á lán­in. Af hverju eiga lán­ar­drottn­ar ekki að taka sömu áhættu á út­lán­um sín­um og viðskipta­vin­ir þeirra þurfa að gera? Af hverju eru það ætíð pen­inga­öfl­in í land­inu sem eru tryggð með belti og axla­bönd á meðan al­menn­ingi blæðir? Ætlar rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur að samþykkja það að 30 millj. króna hús­næðislán hækki greiðslu­byrði lán­tak­ans um ríf­lega hálfa millj­ón á ári eins og nú stefn­ir í? Ætlar rík­is­stjórn­in að sigla sof­andi að feigðarósi á meðan fjöl­skyld­un­um blæðir út og þúsund­ir þeirra verða gjaldþrota og missa heim­ili sín á verðbólgu­báli verðtrygg­ing­ar­inn­ar eins og í kjöl­far hruns­ins? Ég vona svo sann­ar­lega ekki.

Deila