Einu sinni voru vextir yfir 6% okur

Stund­um er gagn­legt að rýna í sög­una. Sem bet­ur fer höf­um við tekið fram­förum á ýms­um sviðum, ekki hvað síst á þeim sem snúa að mann­rétt­ind­um og rétt­ind­um ein­stak­linga.

Á síðustu öld risu t.d. upp verka­lýðsfé­lög til að tryggja að at­vinnu­rek­end­ur gætu ekki í krafti yf­ir­burðastöðu sinn­ar mis­boðið eða brotið á ein­stak­ling­um. Í þessu skyni voru sett lög um atriði eins og vinnu­tíma, veik­inda­rétt og or­lof auk þess sem reglu­lega er samið um kaup og kjör.

Við get­um deilt um hversu vel hafi tek­ist til því alltaf má gera bet­ur, en því verður ekki á móti mælt að staðan er mun betri en hún var áður en verka­lýðsfé­lög voru stofnuð.

Þannig á það líka að vera. Nú erum við kom­in vel inn á 21. öld­ina og rétt­indi okk­ar ættu því alltaf að vera betri en þau voru t.d. fyr­ir miðja síðustu öld og við bet­ur var­in fyr­ir kúg­un „hinna ríku og sterku“ en við vor­um á þeim tíma.

En svo er því miður ekki á öll­um sviðum og það á t.d. við um stöðu neyt­enda, heim­il­anna í land­inu, gagn­vart fjár­mála­stofn­un­um. Við erum að horfa upp á eitt­hvert mesta vaxta­brjálæði síðari tíma um þess­ar mund­ir þar sem stýri­vext­ir Seðlabank­ans hafa verið hækkaðir 12 sinn­um á skömm­um tíma.

Fórn­ar­lömb þess­ara aðgerða eru heim­ili lands­ins, sér­stak­lega þau sem minnst eiga og mest skulda, eða ná­kvæm­lega þeir hóp­ar þjóðfé­lags­ins sem síst geta staðið und­ir þess­um álög­um.

Það er kald­hæðnis­legt og eig­in­lega sorg­legt að ekki hefði verið hægt að leggja þessa háu vexti á fast­eignalán fyr­ir miðja síðustu öld, en núna árið 2023 er, þrátt fyr­ir all­an okk­ar skiln­ing á mann­rétt­ind­um og friðhelgi heim­il­is­ins, enn og aft­ur verið að fórna þúsund­um heim­ila á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna.

Fyr­ir miðja síðustu öld voru vext­ir yfir 6% skil­greind­ir sem okur, líka á fast­eignalán­um.

Vext­ir á óverðtryggðum fast­eignalán­um bank­anna eru núna frá 9% og upp í 10,64% fyr­ir viðbót­ar­lán.

Lát­um það síast aðeins inn.

Hvað breytt­ist? Af hverju er eng­in skil­grein­ing á ok­ur­vöxt­um til í dag? Hversu langt má ganga í vaxta­hækk­un­um áður en hægt er að tala um ok­ur­vexti?

Get­ur ríkið eða stofn­an­ir þess fært til mörk að geð­þótta þó þau gangi gegn hags­mun­um fólks­ins sem þess­ir aðilar eiga að vernda?

Ég vil kalla vaxta­hækk­an­ir und­an­far­inna mánaða glæp gegn fólk­inu í land­inu. Það get­ur vel verið að glæp­ur­inn sé fram­inn í skjóli laga og verði þannig aldrei skil­greind­ur sem slík­ur, en hvað er það, að koma þúsund­um heim­ila á von­ar­völ með mark­viss­um hætti, annað en glæp­ur?

Glæp­ur sem mætti líkja við landráð. Hvað er þetta annað?

Deila