Í ítarlegu viðtali við Samstöðina fór Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, yfir stöðu mála. Hún ræddi verkefnin sem við í Flokki fólksins vinnum nú hörðum höndum að – og fór yfir hinar helstu spurningar sem hafa komið fram.
Flokkur fólksins hefur aldrei verið hluti af valdaklíkum. Við komum að borðinu með reynslu fólksins – fyrir fólkið. Við höfum barist með kjafti og klóm og nú loksins fáum við tækifæri til að framkvæma.
„Við ætlum að höggva í það að þú ert að fara að kaupa upp heila blokk og leigja hana tvist og bast til túrista,“ sagði Inga af einlægni í viðtalinu – og það á vel við um fleira en húsnæðismál.
Við erum m.a. að vinna að:
✅ nýju almannatryggingakerfi sem skilar tugum þúsunda í auknar greiðslur
✅ stóru átaki í byggingu hjúkrunarheimila og þjónustu fyrir eldri borgara
✅ baráttu gegn félagslegri einangrun
✅ réttlátara húsnæðiskerfi
✅ raunverulegri hagsmunagæslu fyrir fólkið okkar – ekki sérhagsmuni
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni, hér að neðan: