Viðvarandi fátækt

Það að lifa við ör­birgð og geta ekki mætt grunnþörf­um sín­um er ein af skil­grein­ing­um fá­tækt­ar. Mennt­un­ar­skort­ur, nær­ing­ar­skort­ur vegna lé­legs mat­ar og þá heilsu­brest­ur vegna skorts á heil­brigðisþjón­ustu og að hafa ekki efni á klæðum og mann­sæm­andi hús­næði er birt­ing­ar­mynd sára­fá­tækt­ar.

Sam­fé­lags­leg­ur kostnaður vegna fá­tækt­ar er mik­ill, einkum í formi heilsu­brests vegna þess að fá­tækt fólk hef­ur ekki efni á heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir sig og börn­in sín.

Þá veld­ur viðver­andi fá­tækt van­líðan með til­heyr­andi kvíða og langvar­andi veik­ind­um og þar standa ör­yrkj­ar sem eru ein­stæðar mæður lang­verst í okk­ar ríka sam­fé­lagi.

Könn­un á ævilík­um fólks sem býr við viðver­andi fá­tækt var gerð í Bretlandi 2001-2016 og þar kom fram að dauðsföll vegna fá­tækt­ar eru mörg og þá sér­stak­lega meðal kvenna. Mun­ur­inn á milli kvenna sem lifa í fá­tækt í Bretlandi og þeirra sem lifa við vel­meg­un er að nálg­ast tíu ár og bilið eykst. Kon­ur sem lifa við fá­tækt lifa að meðaltali nær tíu árum skem­ur en þær sem eru efna­meiri. Þá deyja þær oft úr sjúk­dóm­um sem auðveld­lega mætti meðhöndla ef þær hefðu efni á heil­brigðisþjón­ustu og þá að fá þjón­ustu lækn­is.

Þetta er ekk­ert öðru­vísi hér á Íslandi og hér er einnig heilsutjón vegna fæðuskorts, lé­legs fæðis. Þá er hér einnig heilsutjón vegna and­legra og lík­am­legra óþæg­inda vegna geðheil­brigðismála sem ekki eru meðhöndluð vegna biðlista og að fá­tækt fólk hef­ur ekki efni á heil­brigðisþjón­ustu.

Þá hef­ur borið á því, því miður, að veik­indi kvenna eru meðhöndluð sem þær séu á breyt­inga­skeiði eða bara móður­sjúk­ar og fá því ekki þá þjón­ustu sem þær eiga full­an rétt á.

Þetta má einnig yf­ir­færa yfir á þær kon­ur sem eru í lág­launa­störf­um og slíta sér þar út og enda svo sem ör­yrkj­ar vegna heilsu­brests og í áfram­hald­andi fá­tækt og lifa þá nærri tug ára skem­ur en þær efna­meiri!

Fá­tækt fólk er sá hóp­ur sem hef­ur ekk­ert svig­rúm til að mæta stór­hækkuðu vöru­verði og öðrum óvænt­um kostnaði sem fylg­ir mikl­um verðhækk­un­um vegna verðbólgu og hvað er rík­is­stjórn­in að gera í fjár­lög­um fyr­ir þá verst settu í al­manna­trygg­inga­kerf­inu? Hækka bara líf­eyr­is­laun um 4,9% á sama tíma og þeir hækka einka­rekna fjöl­miðla um 10,6% og skýra það út með því að hún taki til­lit til áhrifa af al­menn­um launa- og verðlags­breyt­ing­um, sem greini­lega á ekki við um þá verst settu. Þarna mun­ar 5,7%, sem er meira en helm­ingi meiri hækk­un fyr­ir fjöl­miðla en þá verst settu.

Þetta er þeirra rétt­læti, sem er ekk­ert annað en gíf­ur­legt órétt­læti. Á sama tíma og Rík­is­út­varpið fær einnig all­ar al­menn­ar launa- og verðlags­breyt­ing­ar að fullu bætt­ar – og það á sama tíma og fá­tækt fólk með börn á fram­færi á ekki fyr­ir mat, lyfj­um og lífs­nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu – verður að borga út­varps­gjald!

 

Deila