Villuráfandi ríkisstjórn

Verðbólga hef­ur verið meiri og sveiflu­kennd­ari á Íslandi en ann­ars staðar á Vest­ur­lönd­um þann tíma sem við höf­um farið með eig­in stjórn efna­hags­mála.

Áður fyrr var gengi ís­lensku krón­unn­ar fellt með til­heyr­andi öm­ur­leg­heit­um og vax­andi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var út­gerðar­stjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabanka­stjori. Allt til að mæta þörf­um út­gerðar­inn­ar. Og auðvitað skipti það stjórn­völd engu máli þótt al­menn­ingi blæddi.
Verðbólg­an er í boði stjórn­valda hverju sinni, hvað sem hver seg­ir. Verðbólg­an er mann­anna verk.
Sú full­yrðing að verðbólg­an sem við erum að kljást við nú sé að mestu inn­flutt er ekki rétt. Hún er að mestu til kom­in vegna um­fram­pen­inga­magns í um­ferð, al­gjörs stjórn­leys­is á hús­næðismarkaði inn­an­lands og stefnu­leys­is í rík­is­fjár­mál­um.

Eitt er ör­uggt, verðbólga bitn­ar á öll­um og skerðir lífs­kjör al­menn­ings. Hvað ger­ir rík­is­stjórn­in til að milda áhrif henn­ar á þá sem hafa ekki nokk­urn mögu­leika á að tak­ast á við hana?
Grát­bros­legt er, að stjórn­völd skuli voga sér í fjár­lög­um þessa árs að boða niður­skurð til vel­ferðar­mála. Það fjár­magn sem stjórn­völd ætla í vel­ferðina held­ur eng­an veg­inn í við verðbólgu og vaxta­ok­ur sem kem­ur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fá­tæk­asta fólk­inu í land­inu.

Á tekju­hliðinni hef­ur rík­is­stjórn­in verið einn helsti drif­kraft­ur verðbólg­unn­ar. Krónu­tölu­hækk­arn­ar sem lagðar voru á al­menn­ing í upp­hafi árs eru ófor­svar­an­leg­ar með öllu svo ekki sé dýpra í ár­inni tekið.
Rík­is­stjórn­in hef­ur ekk­ert gert til að draga úr þenslu eða minnka rík­is­báknið, held­ur þvert á móti fjölgað ráðuneyt­um með millj­arða auka­kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð. Aðgerðal­eysi þeirra til að auka fram­boð á hús­næði er illskilj­an­legt en verðhækk­an­ir á hús­næði hafa verið stærsti liður­inn í verðbólg­unni. Með mark­viss­um aðgerðum í hús­næðismál­um mætti ná mæl­an­leg­um ár­angri í bar­átt­unni gegn verðbólg­unni. Fyrsta skrefið er að taka hús­næðisliðinn út úr vísi­töl­unni.

Hvar er rík­is­stjórn stödd sem nýt­ir ekki rent­ur af auðlind­um þjóðar­inn­ar til hags­bóta fyr­ir hana? Eng­in hækk­un hef­ur orðið á veiðileyf­a­gjaldi, held­ur þvert á móti lækk­un eins og á banka­skatt­in­um. Ef ein­hverj­ir eru af­lögu­fær­ir í sam­fé­lag­inu þá eru það bank­arn­ir og stór­út­gerðin. Al­menn­ing­ur ber verðbólgu­áhætt­una af lán­um sín­um í formi verðtryggðra lána. Ekki fjár­mála­stofn­an­ir. Þetta er eins­dæmi á neyt­endalán­um til al­menn­ings í hinum vest­ræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækk­ar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórn­tæki Seðlabank­ans gegn verðbólg­unni virka ekki sem skyldi.

Stefnu­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar mun leiða til þess að þúsund­ir heim­ila brenna upp á verðbólgu­báli henn­ar. Það er tíma­bært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma.

Deila