Yfirlýsing þingflokks og borgarstjórnarflokks Flokks fólksins

Þingflokkur og borgarstjórnarflokkur Flokks fólksins styðja kjarabaráttu verkafólks.  Baráttu sem felur í sér hóflegar kröfur og bón til ríkisstjórnarinnar um réttlæti og möguleika láglaunafólks til að lifa með mannlegri reisn.

Flokkur fólksins harmar afstöðu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins gegn réttmætum kröfum launafólks um að lágmarkslaun dugi fyrir framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hefur gefið út. Það er sorglegt að sjá hvernig þingflokkar og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna þriggja leggjast ekki á árarnar og standa með íslenskri alþýðu og tryggja láglaunafólki sanngjarnara og réttlátara samfélagi.

Hættum að skattleggja fátækt!

Afnemum verðtryggingu á neytendalánum!

 

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður og þingflokksformaður Flokks fólksins

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins

Þór Elís Pálsson varaborgarfulltrúi Flokks fólksins

Deila