Húsnæðismálin

Húsnæði fyrir alla

Bráðaaðgerðir

  • Til að mæta bráðum skorti á húsnæði verður heimiluð uppbygging tímabundinna húsnæðiseininga á dýrum þróunarsvæðum.

  • Skammtímaútleiga húsnæðis til ferðamanna verður takmörkuð og regluverk um gististarfsemi í fjölbýlishúsum verður endurskoðað.

Aukið framboð húsnæðis

  • Brýnt er að ráðast strax í aðgerðir með sveitarfélögum til að stórauka lóðaframboð og brjóta nýtt land. Horft verði til þess að hraða uppbyggingu Keldnaholts, Blikastaðalands og Úlfarsárdals en hægt verður að byggja þar um 18.000 íbúðir á næstu árum.

  • Skipaður verður átakshópur um stórfellda uppbyggingu húsnæðis og verkefnisstjórn mynduð til að fylgja eftir og samræma aðgerðir ríkis og sveitarfélaga.

  • Markmið verður sett um að 35% nýbygginga seljist á viðráðanlegu verði og 5% nýrra íbúða verði félagslegt húsnæði – Markmiðinu verður fylgt eftir.

  • Stofnframlög verða stóraukin til að viðhalda og stórauka uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis.

  • Hraðað verði gerð rammasamkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um íbúðaruppbyggingu.

  • Lagaumhverfi byggingasamvinnufélaga verður endurskoðað. Breyta þarf lagareglum um fjármögnun byggingasamvinnufélaga og reglum um innlausn íbúða byggingasamvinnufélaga.

  • Heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í íbúðahúsnæði verði rýmkaðar í 100% eignarhlut.

Uppbygging á eignaíbúðakerfi á félagslegum grunni

Unnið verði að uppbyggingu að nýju eignaíbúðakerfi á félagslegum grunni. Þar verði horft sérstaklega til norska félagsins OBOS.

  • Félagsaðild gefi fólki færi á að eignast íbúðir á viðráðanlegra verði.

  • Fólk fær val um að kaupa eign að fullu eða 50-90% eignarhlut. – Svokölluð hlutdeildareign/hlutdeildarleiga.

  • Forkaupsréttur verður veittur á húsnæðinu með tilteknum skilyrðum.

  • Aðkoma lífeyrissjóða að verkefninu er mikilvæg.

  • Tryggjum enn frekari útvíkkun hlutdeildarlána að skoskri fyrirmynd.

Nýtt húsnæðislánakerfi á Íslandi

Markmiðið verði að bjóða upp á hagstæð húsnæðislán þar sem fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki lántaka er tryggður. Með nýjum fjármögnunaraðferðum verður tryggt að álag á grunnvexti verði sem lægst og gagnsætt.

  • Við munum taka upp húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd.

     

  • Boðið verður upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum til allt að 30 ára.

     

  • Gagnsæi í verðlagningu – Lánveitendum verður skylt að birta álag á lánum frá grunnvöxtum eins og það er þegar lánveiting á sér stað.

     

  • Meginveðsetningarhlutfall verður 80% í stað 70%. Þannig er hægt að lækka lánakjör á viðbótarlánum.

     

  • Fjármögnun íbúðalánakerfisins verður í gegnum stóra sértryggða skuldabréfaflokka þar sem margir lánveitendur geta selt lán inn í flokkana. Með því er tryggt meira framboð sem tryggir dýpri markað sem mun skila minna álagi á grunnvexti.

     

  • Skattafrádráttur kemur í stað vaxtabóta og fjármagn til stuðningsúrræða fyrir skuldsett heimili verður stóraukið frá því sem nú er. Skattafrádrátturinn miðar að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði og nýtist lág- og millitekjufólki og þeim sem nýlega hafa keypt húsnæði. Viðmið úrræðisins verða 5% nafnvextir. Umframkostnaður verður greiddur niður með skattafrádrættinum. Úrræðið verður fjármagnað með hækkun bankaskatts.

     

  • Einnig verður skoðað að setja vaxtaþak á húsnæðislán eins og þekkst hefur á Norðurlöndum.

Húsaleigulög verði endurskoðuð

  • Með það að markmiði að stuðla að lækkun verðbólgu og mæta þröngri stöðu leigjenda verða settar tímabundnar takmarkanir á hækkun leigu. Horft verði til sambærilegra aðgerða og gerðar voru í Danmörku.

  • Húsaleigulög verða endurskoðuð og tekið verður tillit til ábendinga samtaka leigjenda.

  • Verðtrygging leigusamninga verði takmörkuð við óhagnaðardrifin leigufélög.

  • Fjárhagslegur stuðningur við samtök leigjenda verður tryggður. Lagt verður þjónustugjald á alla leigusamninga sem renna til leigjendasamtaka til að standa undir kostnaði við þjónustu samtakanna við leigjendur. Þannig stórbætum við aðstöðu leigjenda gagnvart leigusölum.

Viðráðanlegur húsnæðiskostnaður

  • Ráðist verður í aðgerðir sem miða að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Horft verði til þess að húsnæðiskostnaður leigjenda fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum.

  • Leigufélög og íbúðabyggingafélög sem rekin eru á samfélagslegum grunni halda endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á framkvæmdatíma.

  • Endurskoðum álagningu ríkisins á langtímafjármögnun til óhagnaðardrifinna leigufélaga.

Það er komið að þér