Framboðslistar Flokks Fólksins
Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna!
Ef þú vilt fletta því upp hvar þú getur kosið, smelltu hér og sláðu inn kennitöluna þína.
Reykjavíkurkjördæmi suður
Inga Sæland, formaður og stofnandi flokksins, er í forystusæti listans. Inga stofnaði Flokk fólksins árið 2016 og hefur verið þingmaður hans frá árinu 2017. Hún hefur mælt fyrir tugum mála á Alþingi og verið öflugur og ötull málsvari öryrkja, aldraðra og allra þeirra sem búa við mismunun og fátækt. Wilhelm Wessman skipar annað sæti listans. Wilhelm hefur barist af einurð fyrir auknu réttlæti og bættum kjörum eldra fólks. Hann hefur verið virkur í Gráa hernum og er einn þeirra sem hrundu af stað málsókn gegn ríkinu varðandi meinta eignarupptöku þess í formi skerðinga á greiðslum almannatrygginga vegna áunninna lífeyrissjóðsréttinda. Helga Þórðardóttir, kennari við Barnaspítala Hringsins og fyrrverandi formaður Dögunar skipar þriðja sætið. Svanberg Hreinsson, framreiðslumeistari er í fjórða sæti listans.
- Inga Sæland, alþingismaður / öryrki
- Wilhelm Wessman, hótelráðgjafi / leiðsögumaður / eldri borgari
- Helga Þórðardóttir, kennari
- Svanberg Hreinsson, framreiðslumeistari / öryrki
- Halldóra Gestsdóttir, hönnuður / öryrki
- Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður
- Valur Sigurðsson, rafvirki / heldri borgari
- Magano Katrína Shiimi, sjúkraliði
- Sigurjón Arnórsson, framkvæmdarstjóri
- Ómar Örn Ómarsson, athafnamaður
- Hjördís Björg Kristinsdóttir, snyrtifræðingur / sjúkraliði / eldri borgari
- Sigurður Steingrímsson, verkamaður / eldri borgari
- Andrea Kristjana Lind Gunnarsdóttir, athafnakona
- Hilmar Guðmundsson, sjómaður
- Heiðrún Elsa Harðardóttir, sjúkraliði
- Guðmundur Þór Guðmundsson, fv. birfeiðarstjóri / eldri borgari
- Þóra B. Jónsdóttir, handverkskona
- Þórarinn Kristinsson, eldri borgari
- Sigrún Þorleifsdóttir, eldri borgari
- Óli Már Guðmundsson, myndlistamaður
- Kristján A. Helgason, öryrki
- Sigríður Sæland Jónsdóttir, eldri borgari
Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Ingi Kristinsson skipar oddvitasæti Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi. Guðmundur er varaformaður flokksins og alþingismaður kjördæmisins. Jónína Björk Óskarsdóttir skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi. Jónína er eldri borgari og varaþingmaður. Sigurður Tyrfingsson, fasteignasali og hússmíðameistari, skipar þriðja sætið. Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur, er í fjórða sæti.
- Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður/öryrki
- Jónína Óskarsdóttir, eldri borgari
- Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali / hússmíðameistari
- Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur
- Stefanía Sesselía Hinriksdóttir, bifvéla- og bifhjólavirki
- Ósk Matthíasdóttir, förðunarfræðingur
- Hafþór Gestsson, prófdómari
- Magnús Bjarnarson, öryrki/eldri borgari
- Bjarni G. Steinarsson, körfubílstjóri
- Páll Þór Ómarsson Hillers, framkvæmdarstjóri
- Davíð Örn Guðmundsson, mótökustjóri
- Einar Magnússon, rafvirkjafræðingur
- Gunnar Þór Þórhallsson, fv. vélfræðingur/eldri borgari
- Heiða Kolbrún Leifsdóttir, huglistamaður
- Karl Hjartarson, fv. varðstjóri/eldri borgari
- Erla Magnúsdóttir, fv. sundlaugavörður/eldri borgari
- Vilborg Reynisdóttir, starfsmaður Félagsstarfs aldraðra
- Guðni Karl Harðarson, öryrki
- Margrét G Sveinbjörnsdóttir, fv. skólaliði/eldri borgari
- Andrea Kristjana Sigurðardóttir, atvinnulaus
- Katrín Gerður Júlíusdóttir, öryrki
- Kolbeinn Sigurðsson, framkvæmdarstjóri
- Guðmundur Ingi Guðmundsson, sölumaður
- Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
- Baldur Freyr Guðmundsson, öryrki
- Jón Númi Ástvaldsson, öryrki
Suðurkjördæmi
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sæti listans. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, skipar annað sætið og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur gegnt formennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna frá árinu 2017 og barist fyrir réttindum fólks í kjölfar efnahagshrunsins 2008, ekki síst þeirra sem misstu heimili sín, að því er segir í tilkynningu frá flokknum. Ásthildur hefur einnig verið virk í réttindabaráttu kennara og var kjörin í stjórn og samninganefnd félags grunnskólakennara árið 2018.
- Ásthildur Lóa Þórsdóttir – kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Georg Eiður Arnarsson – hafnarvörður/trillukarl
- Elín Íris Fanndal – félagsliði/leiðsögumaður
- Sigrún Berglind Grétarsdóttir – leikskólaliði/öryrki
- Stefán Viðar Egilsson – bílstjóri
- Inga Helga Frederiksen – sjúkraliði/öryrki
- Hallgrímur Jónsson – vélamaður
- Bjarni Pálsson – bakari
- Jórunn Lilja Jónasdóttir – öryrki
- Heiða Rós Hauksdóttir – öryrki
- Jóna Kerúlf – eldri borgari
- Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir – eldri borgari
- Ríkarður Óskarsson – öryrki
- Jón Þórarinn Magnússon – golfvallarstarfsmaður
- Guttormur Helgi Rafnkelsson – vélvirki/eldri borgari
- Gunnþór Guðmundsson – eldri borgari
- María G. Blómkvist Andrésdóttir – eldri borgari
- Hjálmar Hermannsson – matsveinn/eldri borgari
- Ámundi Hjörleifs Elísson – eldri borgari
- Ísleifur Gíslason flugvirki/eldri borgari
Reykjavíkurkjördæmi norður
Tómas A. Tómasson, oftast kallaður Tommi og kenndur við Búlluna, leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður. Kolbrún Baldursdóttir, borgafulltrúi í Reykjavík og sálfræðingur, skipar annað sæti og Rúnar Sigurjónsson, vélvirki, það þriðja. Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari skipar fjórða sæti.
- Tómas A. Tómasson, veitingamaður
- Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi
- Rúnar Sigurjónsson, vélsmiður
- Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari
- Harpa Karlsdóttir, heilbrigðisgagnafræðingur
- Ingimar Elíasson, leikstjóri
- Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir, rekstrar- og framkvæmdastjóri
- Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
- Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
- Margrét Gnarr, einkaþjálfari
- Ólafur Kristófersson, fyrrverandi bankastarfsmaður
- Magnús Sigurjónsson, vélfræðingur
- Ingi Björgvin Karlsson , prentari
- Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, nemi
- Gefn Baldursdóttir, læknaritari
- Sunneva María Svövudóttir, afgreiðslustarfsmaður
- Sigrún Hermannsdóttir, fyrrverandi póststarfsmaður
- Sigríður Sæland Óladóttir, geðhjúkrunarfræðingur
- Ingvar Gíslason, starfsmaður á sambýli fatlaðra
- Freyja Dís Númadóttir, tölvufræðingur
- Kristján Salvarsson, fyrrverandi leigubílstjóri
- Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri
Norðausturkjördæmi
Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og stofnandi Stuðmanna og Græna hersins, skipar efsta sæti listans. Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari, skipar annað sætið, Brynjólfur Ingvarsson, læknir, er í þriðja sæti á listanum og í því fjórða er Diljá Helgadóttir, lífefnafræðingur og kennari.
- Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður
- Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari
- Brynjólfur Ingvarsson, læknir/eldri borgari
- Diljá Helgadóttir, líftæknifræðingur
- Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir, verkakona/eldri borgari
- Tomasz Pitr Kujawski, bílstjóri
- Ida Mukoza Ingadóttir, sjúkrahússtrafsmaður
- Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður/öryrki
- Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, umsjónarmaður
- Gísli Gunnlaugsson, tæknifræðingur
- Guðrún Þórsdóttir, listakona
- Jónína Auður Sigurðardóttir, leikskólakennari
- Sigurður Stefán Baldvinsson, öryrki
- Karen Telma Birgisdóttir, þjónustufulltrúi
- Agnieszka Kujawska, veitingamaður
- Þórólfur Jón Egilsson, öryrki
- Páll Ingi Pálsson, bifvélavirki
- Regína B. Agnarsdóttir, starfsstúlka í aðhlynningu
- Erna Þórunn Einisdótti, félagsliði
- Kjartan Heiðberg kennari/eldri borgari
Norðvesturkjördæmi
Eyjólfur Ármannsson skipar fyrsta sætið. Hann er formaður Orkunnar okkar – samtaka þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. Eyjólfur er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í lögfræði frá HÍ og LL.M. frá University of Pennsylvania. Hann hefur starfað sem lögfræðingur bæði á Íslandi og í Noregi, fyrir m.a. fjármálaráðuneytið, Isavia, Nordea og DNB. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona og fyrrum bóndi skipar annað sætið, Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, það þriðja og Eyjólfur Guðmundsson það fjórða, en hann starfar á sambýli fyrir fatlaða.
- Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M.
- Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, fyrrv. bóndi.
- Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri.
- Eyjólfur Guðmundsson, starfsmaður á sambýli fyrir fatlaða.
- Sigurlaug Sigurðardóttir, náttúrufræðingur.
- Sigurjón Þórðarson, líffræðingur.
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir.
- Bjarki Þór Pétursson, verkamaður og öryrki.
- Jenný Ósk Vignisdóttir, landbúnaðarverkakona.
- Einir G. Kristjánsson, verkefnastjóri og öryrki.
- M. Sigurlaug Arnórsdóttir, öryrki.
- Magnús Kristjánsson, eldri borgari.
- Erna Gunnarsdóttir, öryrki.
- Halldór Svanbergsson, bílstjóri.
- Jóna Marvinsdóttir, matráður og eldri borgari.
- Kristjana S. Vagnsdóttir, eldri borgari.