Landsfundur Flokks fólksins
8. -9. september 2018

Breytingatillaga laganefndar

Heiti stjórnmálasamtakanna er skrifað Flokkur fólksins.

2.6

Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.

3.7

6.1 verði 7.1.

3.8

Hvert kjördæmaráð kýs sér stjórn á kjördæmaráðsfundi sem skipuð er 4-6 fulltrúum auk formanns. Stjórn Flokks fólksins setur kjördæmaráðunum og undirfélögum þeirra starfsreglur.

Ný grein 4.3.2 – Kosning þriggja manna kjörnefndar sem annast framkvæmd kosninga á fundinum.
Grein 4.3.2 – verður grein 4.3.3 
Grein 4.3.3 – verður grein 4.3.6
Grein 4.3.4 – Reikningar síðasta almanaksárs lagðir fram
Grein 4.3.4 – verður grein 4.3.5 og breytist í: Skýrsla framkvæmdastjóra um rekstur yfirstandandi árs.
Grein 4.3.9 – Kosning sjö meðstjórnenda og þriggja varamanna.
Aðrar greinar innan 4.3.X hliðrast til um sæti eftir þörfum til þess að uppfylla þessar breytingar.
Grein 4.4 – fellur niður

5.1

Stjórn flokksins er skipuð af formanni, varaformanni og sjö meðstjórnendum sem skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi, þ.á.m. starfi gjaldkera og ritara. Stjórnin skal ákveða fasta fundartíma eigi sjaldnar en mánaðarlega, en þess utan er hún kölluð saman af formanni eða sex stjórnarmönnum með a.m.k. tveggja daga fyrirvara með tölvupósti eða á annan sannanlegan hátt. Varamenn skulu boðaðir á stjórnarfundi a.m.k. á þriggja mánaða fresti. Stjórnin setur starfsreglur um innra starf flokksins.

6.

Framkvæmdarstjórn flokksins er skipuð stjórn flokksins, ásamt varamönnum og efsta manni á lista til alþingiskosninga og sveitastjórnakosninga og formanni félagsdeildar í kjördæmi, formanni ungliðahreyfingar og öldungaráða eins og við getur átt. Framkvæmdarstjórn flokksins kemur árlega saman til að fjalla um stefnumörkun, starfsreglur og reikninga eftir að stjórn flokksins hefur samþykkt þá. Einnig ef formaður flokksins eða 2/3 stjórnar eða 2/3 fulltrúa framkvæmdarstjórnar boða til fundar.

8.2

Formaður og varaformaður flokksins eiga seturétt með tillögurétti á þingflokksfundum eftir því sem við á og aðrir sem þingflokkurinn samþykkir.

12.3

Fellur niður.