Ríkisstjórn í ruslflokki

Í sjö ár hef­ur rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks setið við völd. Hvað hef­ur þjóðin mátt þola á þess­um tíma? Allt frá Lands­rétt­ar­mál­inu og að lækk­un veiðigjalda, til Namib­íu/​Sam­herja­máls­ins og svelti­stefnu rík­is­ins gagn­vart sjúk­um, ör­yrkj­um, öldruðum og sára­fá­tæk­um fjöl­skyld­um. Börn fá ekki grein­ing­ar, aldraðir bíða eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um og sjúk­ling­ar eft­ir aðgerðum. Íslands­banki var seld­ur á gjaf­virði til einka­vina og ráðherr­ar sögðu af sér vegna brota á eig­in regl­um, bara til þess að verðlauna sig með enn um­svifa­meiri ráðuneyt­um. Þetta eru örfá af­rek sem skreyta fer­il­skrá þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar.

Nú ætl­ar rík­is­stjórn­in að ganga enn lengra í aðför sinni að al­menn­ingi. Vernduðum vinnu­stöðum á að loka og per­sónu­afslátt­ur líf­eyr­isþega með bú­setu er­lend­is á að falla niður. Fá­tækt barna eykst og lífs­gæði ör­yrkja minnka. Eft­ir tíu ára skóla­göngu er um helm­ing­ur barna ólæs eða með lé­leg­an lesskiln­ing. Skerðing­arof­beldið held­ur áfram og hags­muna­full­trúa aldraðra er fleygt í ruslið þrátt fyr­ir að all­ur þing­heim­ur hafi samþykkt til­veru hans. En nei, ráðherr­ann Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, VG, tel­ur að það sé nóg fyr­ir þetta gamla lið að fá tvo sím­svara til að þjóna þörf­um þeirra. Lít­ilsvirðing­in gagn­vart öldruðum er al­ger.

En rík­is­stjórn­in hætt­ir ekki þar. Nú á að selja Íslands­banka í þriðja sinn, gull­gæs­ina sem skil­ar tug­um millj­arða í arð á hverju ári. Og hverj­ir geta keypt? Auðvitað einka­vin­ir fjór­flokks­ins, bankaelít­an, kvótakóng­arn­ir og út­rás­ar­vík­ing­arn­ir. Opið ferli og all­ir með er yf­ir­skrift­in en staðreynd­in er sú að rík­is­stjórn­in hef­ur séð til þess með efna­hags­stefnu sinni að ok­ur­vaxta­stefna þeirra kem­ur í veg fyr­ir að nokk­ur geti nýtt sér þetta „opna ferli“ nema enn og aft­ur þeir sem eiga alla pen­ing­ana. Svona er rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna.

Rík­is­stjórn­in lofaði tug­um þúsunda nýrra íbúða, en ekk­ert ból­ar á þeim. Þeir boðuðu lág­vaxta­skeið, en stýri­vext­ir eru fast­ir í 9,25%. Á meðan ráðamenn stæra sig af fyr­ir­mynd­arþjóðfé­lagi leita ein­stæðar mæður ráða á sam­fé­lags­miðlum um hvernig næra megi börn sín fyr­ir 5.000 krón­ur á viku. Ég fyr­ir­lít þessa fram­komu stjórn­valda gagn­vart börn­un­um okk­ar og öll­um þeim sem eiga um sárt að binda.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur bar­ist með kjafti og klóm með fjöl­mörg­um frum­vörp­um og til­lög­um um rétt­lát­ara sam­fé­lag. Gegn fá­tækt og órétt­læti. En rík­is­stjórn­inni er ná­kvæm­lega sama um þá sem hún var kjör­in til að vernda. Það er ekki hægt að ljúga upp á þau.

Að baki eru sjö ár svika, vax­andi fá­tækt­ar og von­brigða. Ráðherr­aræði sem stapp­ar nærri ein­ræði ríður hér röft­um.

Kæru lands­menn, gleðilega þjóðhátíð.

 

Deila