Ekki benda á mig!

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra var ný­verið gest­ur í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggva­son­ar þar sem hann sagði kostnað rík­is­ins vegna út­lend­inga­mála vera „hreina sturlun“. Ég er sam­mála Bjarna þegar hann seg­ir að „ekki sé hægt að rétt­læta þetta gagn­vart skatt­greiðend­um“, enda kost­ar þessi mála­flokk­ur rík­is­sjóð tugi millj­arða króna ár­lega. Það sem kem­ur hins veg­ar á óvart er að for­sæt­is­ráðherra skuli lýsa yfir van­hæfni sinni til að koma í veg fyr­ir að mál­in þróuðust í þá átt sem raun ber vitni. Í viðtal­inu reyndi Bjarni að skola af sér alla ábyrgð með því að segja:

„Ég spurði margoft spurn­inga og dóms­málaráðherra fór ít­rekað með mál inn í þingið sem enduðu bara í málþófi og menn voru út­hrópaðir fyr­ir að sýna mann­vonsku. Það er fyrst núna á und­an­förn­um tveim­ur árum sem hef­ur verið hægt að ná ein­hverj­um breyt­ing­um í gegn­um þingið og stjórn­mál­in al­mennt eru að vakna um að þessi þróun get­ur ekki gengið.“

Það sæt­ir furðu að formaður stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins og þess flokks sem ber lang­mesta ábyrgð á þeirri þróun sem átt hef­ur sér stað, skuli virða völd sín og ábyrgð að engu þar sem hann seg­ir „al­gjör­lega óá­sætt­an­lega“ þróun hafa orðið í út­lend­inga­mál­um.

Sann­leik­ur­inn er sá að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, með aðstoð sam­starfs­flokka sinna, hef­ur stuðlað að fjölda rót­tækra breyt­inga á út­lend­inga­lög­gjöf­inni und­an­far­in þrjú kjör­tíma­bil. Með lög­gjöf­inni sem lög­fest var í júní 2017 voru inn­leidd­ar sérregl­ur sem gerðu það að verk­um að Ísland varð eitt eft­ir­sókn­ar­verðasta land í Evr­ópu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur. Nú kepp­ast full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins við að af­neita sjálf­um sér og eig­in ábyrgð á lög­gjöf­inni í þeirri veiku von að kjós­end­ur verði bún­ir að gleyma. Enn og aft­ur kepp­ast ráðherr­ar við að firra sig ábyrgð. Við erum flest kom­in með upp í kok af yfir­klóri og bulli.

Þegar allt er komið í skrúf­una og af veik­um mætti á að freista þess að vinda ofan af rugl­inu, þá stend­ur sam­starfs­flokk­ur­inn VG í vegi fyr­ir því. Það er aumk­un­ar­vert að horfa upp á hvernig valda­græðgi ör­fárra er tek­in fram yfir vel­ferð sam­fé­lags­ins í heild sinni. Hvernig verk­laus rík­is­stjórn sér ekki sóma sinn í því að pakka sam­an og pilla sig.

Enda­laus töf og sam­stöðuleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í breyt­ing­um á lög­gjöf­inni um út­lend­inga hef­ur kostað al­menn­ing tugi millj­arða króna ár­lega. Til að bíta haus­inn af skömm­inni sitj­um við í umboði rík­is­stjórn­ar­inn­ar uppi með stór­hættu­lega marg­dæmda glæpa­menn sem ekki er hægt að vísa úr landi þar sem þeir hafa hlotið hér alþjóðlega vernd. Sérregl­ur þær sem áður eru nefnd­ar tryggja þeim þann rétt. Og eng­inn axl­ar ábyrgð frek­ar en fyrri dag­inn.

Deila