Afnemum persónuafslátt þeirra tekjuhæstu

Flokkur fólksins vill að persónuafsláttur tekjuhárra verði afnuminn og að persónuafsláttur verði á sama tíma hækkaður hjá þeim tekjulágu. Þetta var meðal þess sem fram kom i máli Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir það óboðlegt hvernig tekjulægstu hóparnir í samfélaginu hafi alltaf dregist afturúr og það væri til mikilla bóta að þessir hópar fengju að minnsta kosti hærri persónuafslátt. Inga sagði einnig í þættinum að bæta þurfi úr réttindum lífeyrisþega, meðal annars á þann hátt að þegar sjóðfélagar hefja töku síns sjóðs þurfi ekki að greiða af honum skatta, enda hafi fólk þegar greitt skatta af því fé sem það hefur safnað sér.

Þá bendir Inga á að flokkurinn hafi þegar áorkað ýmsu í samfélaginu, meðal annars farið í dómsmál í þeim tilgangi að ná fram réttindum þeirra,sem hafi tekist

” það eru kannski of fáir sem vita það að þessi upphæð sem fólk varð vart við að lagt hafi verið inn á reikninginn þeirra sé vegna þess að Flokkur fólksins barðist fyrir eldri borgara og gafst ekki upp og þetta tókst að lokum“,segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila