Annars flokks ríkisborgarar

Það virðist vera regl­an frek­ar en und­an­tekn­ing hjá rík­is­stjórn­inni að styrk­ir og frí­tekju­mörk hald­ist óbreytt árum eða jafn­vel í ára­tug án þess að hækka sam­kvæmt vísi­tölu launa. Með þess­um vinnu­brögðum er rík­is­stjórn­in vís­vit­andi og vilj­andi að skerða stór­lega tekj­ur og styrki.

Þetta er mjög áber­andi í al­manna­trygg­inga­kerf­inu og þar ætti 200.000 kr. frí­tekju­mark á mánuði vegna vinnu­launa að vera nærri helm­ingi hærra ef rétt væri og þá fyr­ir alla, en ekki bara suma. Þá ætti 25.000 kr. al­mennt frí­tekju­mark líf­eyr­is­launa að vera nærri 50.000 kr. á mánuði ef það væri rétt upp­fært.

Hækk­um fjár­lög um bara 138 millj­ón­ir kr. og greiðum verst setta aldraða fólk­inu okk­ar 66.381 kr. skatta- og skerðing­ar­lausa ein­greiðslu í des­em­ber eins og ör­yrkj­ar fá. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins er um 2.080 ein­stak­linga að ræða. Í þeim hópi eru 1.032 ör­yrkj­ar sem fá nú elli­líf­eyri í stað ör­orku­líf­eyr­is.

Full ein­greiðsla or­lofs- og des­em­berupp­bót­ar til elli­líf­eyr­isþega er 117.526 kr. 40% eru greidd sem or­lof­s­upp­bót en 60% greidd 1. des­em­ber sem des­em­berupp­bót. Ein­greiðslan, sem er um 77.000 kr. eft­ir skatt, skerðist síðan sam­kvæmt 20. gr. laga um al­manna­trygg­ing­ar uns hún fell­ur al­veg niður, sem er fá­rán­legt.

Ekki eina ein­ustu krónu fyr­ir suma og lítið sem ekk­ert fyr­ir aðra. Það á að vera sjálfsagt að or­lofs- og des­em­berupp­bót skili sér óskert til allra sem eru á líf­eyr­is­laun­um al­manna­trygg­inga, eins og hún kem­ur óskert eft­ir skatt í vasa okk­ar alþing­is­manna og vinn­andi fólks.

Nema þeir sem eru á líf­eyr­is­laun­um al­manna­trygg­inga séu ann­ars flokks borg­ar­ar í aug­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og eigi því ekki þess­ar jóla- og or­lofskrón­ur skilið?

Þá verður að sjá til þess að 2.080 allra verst settu eldri borg­ar­arn­ir fái 66.000 kr. ein­greiðslu skatta- og skerðing­ar­laust núna í jóla­bón­us, en af þeim eru 1.032 ör­yrkj­ar sem eru að fara á elli­líf­eyri og missa því ald­ur­stengdu upp­bót­ina.

Þá er það óverj­andi með öllu að verst settu ör­yrkjarn­ir séu með fjár­hags­leg­an hnút í mag­an­um þegar þeir hætta að vera ör­yrkj­ar og fara yfir í elli­líf­eyri­s­kerfið og verða – hvað? Heil­brigðir eldri borg­ar­ar í boði rík­is­ins?

Hvað skeður við það? Þeir missa um 28.000 kr. á mánuði eða 336.000 kr. á ári sem er á all­an hátt mjög óeðli­legt fjár­hags­legt of­beldi og það af verstu gerð. Fötluðu fólki, sem er búið að vera á laun­um langt und­ir fá­tækt­ar­mörk­um alla sína ævi, er refsað fjár­hags­lega fyr­ir það eitt að verða 67 ára og fara á elli­líf­eyri.

Það ætti að hækka það um 28.000 kr. á mánuði en ekki ræna það þeirri upp­hæð til þess að gera líf þess enn öm­ur­legra síðustu ævi­ár­in. Skammist ykk­ar, þið rík­is­stjórn­ar­liðar sem berið fulla ábyrgð á öllu þessu órétt­læti, það er að segja ef þið kunnið það þá.

Deila