Bjarni Benediktsson tefur birtingu Íslandsbankaskýrslunnar

Það er Bjarni Benediktsson sem stendur í vegi fyrir því að skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á hlutum í Íslandsbanka verði birt og það er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur í veg fyrir að óþægilegar skýrslur séu birtar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns og þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga bendir á að fyrir síðustu kosningar hafi önnur skýrsla í öðru máli sem átti að birta og gat komið óþægilega við Bjarna ekki birst.

„sælla minninga þá fyrir síðustu kosningar þá var einhver skýrsla sem týndist einmitt undir stól hjá honum og var ekki birt fyrr en eftir kosningarnar“ segir Inga.

Hún velti fyrir sér hvaða skilaboð hafa verið send Ríkisendurskoðun þegar stofnunin sendi frá sér skýrsluna með því að senda hana til baka til leiðréttingar.

„hvað þýðir það þegar það eru fengnir sérfræðingar úti í bæ til þess að útbúa skýrslu um ákveðið málefni og svo er þeim send skýrslan til baka til þess að láta breyta henni, er verið að segja að menn hafi ekki verið ánægðir með hana eins og hún leit út í fyrstu tilraun og þá sé hún send til baka og þá með boðum um að breyta einhverju í henni og gera hana hagstæðari?“ spyr Inga.

Hún segir Íslandsbankamálið lykta af spillingu.

„sem er ekkert óeðlilegt að álykta þar sem þessi seinni sala fer fram í lokuðu ferli þar sem virðist hafa verið farið í manngreiningarálit hverjir fengju að kaupa og hverjir ekki fyrir svo utan að þarna voru tengdir aðilar, alls konar hagsmunaaðilar beintengdir bæði sem starfsmenn inn í bankan sjálfann og svo var auðvitað faðir fjármálaráðherra einn af þessum aðilum“ segir Inga.

Deila