Í ný­legri grein sinni „Blóðmer­ar, mynd­bandið og frum­varp Ingu Sæ­land “ held­ur Hall­dór í Holti uppi vörn­um fyr­ir pynd­ing­ar á varn­ar­laus­um hryss­um við blóðtöku og seg­ir að mynd­band Evr­ópskra dýra­vel­ferðarsam­taka leiði alls ekk­ert dýr­aníð í ljós. „Ég bið alþing­is­menn og ykk­ur sem hafið hneyksl­ast mest, að horfa á mynd­bandið aft­ur og meta upp á nýtt,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Ekk­ert af þessu er dýr­aníð og ætti því ekki að hneyksla.“ Með öðrum orðum tel­ur Hall­dór að allt sem kom fram í þessu ógeðfellda mynd­bandi sé full­kom­lega eðli­legt. Hall­dór held­ur því jafn­framt fram að dýra­lækn­ir hafi tekið blóðið á mynd­band­inu.

Sjá­um þá hvað Dýra­lækna­fé­lags Íslands hef­ur um mynd­bandið að segja á heimasíðu sinni: „Dýra­lækna­fé­lag Íslands (DÍ) for­dæm­ir þá ómannúðlegu meðferð á hross­um sem kem­ur fram í mynd­bandi Evr­ópskra dýra­vel­ferðarsam­taka um blóðmer­ar hér á landi. Hörku og ónær­gætni sem dýr­un­um er sýnd er aldrei hægt að rétt­læta. Skarkali, ringul­reið og sú um­gjörð sem sjá má í mynd­band­inu er ein­ung­is til að auka á streitu og hræðslu dýr­anna og alls ekki til þess fallið að auðvelda rekst­ur eða frek­ari meðferð.“

Hall­dóri finnst þung­bært að hlusta á „órök­studd­ar full­yrðing­ar“ mín­ar og út­legg­ingu sumra þing­manna á því sem fram kem­ur á mynd­band­inu. Ætli þau andþyngsli Hall­dórs séu ekki frem­ur létt­væg í sam­an­b­urði við þann ótta sem skín úr aug­um blessaðra villi­mer­anna á mynd­band­inu sem barðar eru mis­kunn­ar­laust til hlýðni, sparkað í þær og potað með harðri stöng þangað til þær verða vit­stola af skelf­ingu. Það hef­ur aldrei verið talið mönn­um til sæmd­ar að níðast á hryss­um né öðrum dýr­um. Öllu sómakæru fólki býður við slíku of­beldi og gróði af slíku at­hæfi er stund­um nefnd­ur blóðpen­ing­ar.

Hall­dór full­yrðir að aldrei í tæp 40 ár hafi hryss­um sín­um orðið meint af blóðtöku á nokk­urn hátt. Ef hans viðmið um nær­gætni við blóðtöku úr hryss­um spegl­ast í aðför­un­um á mynd­band­inu, leyfi ég mér að vísa þeirri full­yrðingu heim í Holt.

Marg­ir bænd­ur hafa haft við mig sam­band og for­dæmt það of­beldi sem á sér stað í heim­ild­ar­mynd­inni. Þeir vita vel að sú hátt­semi sem þar kem­ur fram er ekk­ert annað en dýr­aníð enda fara lang­flest­ir bænd­ur vel með dýr­in sín. Pynd­ing­ar eru aldrei rétt­læt­an­leg­ar, hvort sem menn eða aðrar lif­andi ver­ur eru þolend­ur of­beld­is­ins.